Úr lögum ÍSÍ vegna lyfjamála

Vakin er athygli á eftirfarandi ákvæðum Laga ÍSÍ um lyfjamál vegna íþróttamanna sem hafa verið dæmdir óhlutgengir.

10.11 Staða í óhlutgengi 

10.11.1 Bann við þátttöku á óhlutgengistíma.
Enginn sem hefur verið dæmdur í óhlutgengi má á þeim tíma taka þátt að neinu leyti í keppni eða starfsemi (annarri en heimilaðri fræðslu um lyfjamisnotkun eða meðferðarstarfi) sem heimiluð er eða skipulögð af sérsambandi eða félagi eða aðildarsambandi ÍSÍ eða landssambandi………sem er fjármögnuð af stjórnvöldum.

Íþróttamaður eða annar einstaklingur sem er óhlutgengur skal sæta lyfjaeftirliti.

10.11.2 Þjálfun hafin á ný
Undantekning frá grein 10.12.1, Íþróttamanni er heimilt að hefja æfingar á ný með liði eða nota aðstöðu félags eða aðildarsambands ÍSÍ á þeim tíma sem er styttri: (1) Síðustu tveir mánuðir óhlutgengistíma íþróttamanns eða (2) Síðasti fjórðungur dæmds óhlutgengistíma.

10.11.3 Brot á þátttökubanni á óhlutgengistíma.
….. Ef aðstoðarfólk íþróttamanns eða annar aðili veitir aðstoð við brot á þátttökubanninu á óhlutgengistímanum, má lyfjaráð ÍSÍ beita viðkomandi viðurlögum samkvæmt brotum á grein 2.9.

Af ofangreindu leiðir m.a. að íþróttamanni sem dæmdur hefur verið óhlutgengur er ekki heimilt að nýta sér æfingaaðstöðu félags innan KRAFT eða annara aðildarfélaga ÍSÍ og aðildarfélögum KRAFT og ÍSÍ er óheimilt að heimila íþróttamanni, sem dæmur hefur verið óhlutgengur, að nýta sér æfingaastöðu félaganna.”

 

Úthlutun úr afrekssjóði ÍSÍ

Í dag var úthlutað úr afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2015, samtals rúmlega 122 milljónir króna og féll verulegur skerfur í hlut Kraftlyftingasambands Íslands, eða 5.420.000 krónur vegna verkefna landsliðsins og 8 einstaklinga.
Auðunn Jónsson hlaut A-styrk aftur í ár, Júlían J. K. Jóhansson hlaut C-styrk og hlaut sambandið eingreiðslustyrk vegna verkefna 6 annarra landsliðsmanna. .
YFIRLIT YFIR STYRKVEITINGAR

Kostnaðaráætlun þeirra verkefna sem sótt var um styrk til úr sjóðnum alls var upp á 1.034 m. krónu, svo þessi úthlutun dugar skammt, dekkar 11.8% af þeim kostnaði sem sérsamböndin telja sig þurfa að leggja í vegna verkefna sinna afreksmanna.

Fyrir KRAFT kemur styrkurinn sér mjög vel og er viðurkenning á markvissu og öflugu starfi sambandsins að afreksmálum undanfarin ár og hvatning til áframhaldandi dáða.Sambandinu og einstaklingunum sem í hlut eiga er með þess sýnt traust.

Framundan er spennandi keppnistímabil, en fyrsta landsliðsverkefnið er Norðurlandamót unglinga sem fer fram í Finnlandi í lok febrúar

Málstofa um markaðsmál fyrir íþróttafólk

Laugardaginn 4. janúar 2014, kl. 9-12, munu Reykjavíkurleikarnir bjóða upp á málstofu undir á efstu hæð í stúku KSÍ þar sem áhersla verður lögð á íþróttamanninn og markaðssetningu hans. Yfirskriftin er Seldu sjálfan þig!
Fyrst munum við heyra reynslusögu Rögnu Ingólfsdóttur badmintonkonu. Ragna átti í miklum erfiðleikum á tímabili með að fjármagna íþróttaferil sinn. Hún fer í

Alþjóðadagur sjálfboðaliðans

Allirsemeinn_logoÍ dag er alþjóðadagur sjálfboðaliðans.
Starfsemi íþróttahreyfingarinnar, þar með talið Kraftlyftingasambandsins, byggist á mestum hluta á vinnu sjálfboðaliða. Fjöldi fólks leggur íþróttahreyfingunni lið með því að taka á sig ábyrgð; sitja í nefndum, ráðum eða vinnuhópum, taka þátt í foreldrastarfi, aðstoðað við fjáröflun, framkvæmd móta o.s.frv. Samkvæmt upplýsingum frá ÍSÍ gefa um 25.000 manns tímann sinn í þágu íþrótta.
Opnaður hefur verið vefurinn ALLIR SEM EINN þar sem sjálboðaliðar geta skráð vinnuframlag sitt reglulega. Það getur verið gagnlegt og forvitnilegt bæði fyrir einstaklinga og ÍSÍ að fá yfirlit yfir þetta mikilvæga starf og við hvetjum sjálfboðaliða KRAFT til að skrá sig á vefinn og taka þátt í að gera sjálfboðaliðastarfið sýnilegra.
Um leið þakkar stjórn KRAFT öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn við að efla kraftlyftingaíþróttina á árinu.

Ólafur E. Rafnsson er látinn

Ólafur Eðvarð Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe, er látinn langt fyrir aldur fram. Hann var bráðkvaddur í Sviss í gær þar sem hann sótti miðstjórnarfund Alþjóðakörfuknattleikssambandsins. Ólafur lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.

Minningarstund um Ólaf var haldinn í íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag, og mánudaginn 24.júni kl. 10.00 árdegis verður hans minnst með mínútar þögn á öllum vettvöngum íþróttahreyfingarinnar.

Undir forystu Ólafs stofanði ÍSÍ sérsamband um kraftlyftingar og hann studdi KRAFT með ráðum og dáð og hvatningi.
Kraftlyftingasamband Íslands ásamt íþróttahreyfingin öll vottar fjölskyldu Ólafs dýpstu samúð.

Fræðslufundur um skipulagða lyfjamisnotkun í íþróttum

Þriðjudaginn 9. apríl stendur fræðslu- og þróunarsvið ÍSÍ fyrir hádegisfundi í E-sal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst hann kl.12:10. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið tengt lyfjamisnotkun í íþróttum. Skúli Skúlason formaður lyfjaráðs ÍSÍ fer yfir stærstu lyfjamisnotkunarmál, bæði gömul og ný, sem upp hafa komið innan íþrótta. Meðal þess sem hann fjallar um er skipulögð lyfjamisnotkun Austur-þýskra íþróttamanna, lyfjamisnotkun tengd hjólreiðum og Balco málið. Inn í umfjöllunina fléttast frásagnir af afleiðingum lyfjamisnotkunarinnar. Skráning fer fram á [email protected], en aðgangur er ókeypis og öllum heimilaður.

Fundurinn verður sendur út yfir netið.

Skýrsluskil

Nú er tími aðalfunda og ársþinga. Við minnum á að öll félög eiga að skila ársskýrslum til sinna héraðssambanda fyrir 15.apríl nk.

Mikilvægt er að nota tækifæri kringum aðalfund til að fara yfir skráningum í Felix og uppfæra ef þess er þörf. Athugið líka að réttar upplýsingar séu skráðar um stjórnarmenn.

Þrír kraftlyftingamenn fá afreksstyrki

Í dag var úthlutað úr afrekssjóði ÍSÍ með breyttum áherslum frá því sem verið hefur undanfarin ár.
Auðunn Jónsson, Breiðablik, fær A-styrk úr sjóðnum 2013.
María Guðsteinsdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni, fá C-styrk í ár.
Auk þess var úthlutað til sambandsins vegna skilgreindra verkefna landsliðsins á árinu.

Þetta er fagnaðarefni og hvetur bæði afreksmönnum og sambandinu til dáða við að ná markmiðum afreksstefnu sinni.

Frétt ÍSÍ má lesa hér

Kraftlyftingamenn ársins heiðraðir

Íþrótta- og olympíusamband Íslands og samtök íþróttafréttamanna héldu glæsilegt hóf til heiðurs bestu íþróttmönnum þjóðarinnar í beinni sjónvarpsútsendingu í gærkvöldi. Meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu voru kraftlyftingamenn ársins 2012,  María Guðsteinsdóttir, Ármanni og Auðunn Jónsson, Breiðablik.
Auðunn var auk þess valinn í hóp 10 helstu afreksmanna ársins, en úr þeim hópi var íþróttamaður ársins, Aron Pálmarson, Kiel, valinn. Auðunn varð sjötti í valinu og óskum við honum til hamingju með þessa mikla viðurkenningu.
Bæði María og Auðunn eru miklir íþróttamenn, en hafa auk þess gert mikið til að efla íþróttina hér á landi. Þau hafa lagt tíma sinn og reynslu í vinnu fyrir sín félög og fyrir sambandið og vill stjórn KRAFT nota þetta tækifæri til að þakka þeim sérstaklega fyrir það.María Guðsteinsdóttir og Auðúnn Jónsson. Kraftlyftingamenn ársins 2012
María Guðsteinsdóttir og Auðúnn Jónsson. Kraftlyftingamenn ársins 2012Auðunn þakkar fyrir sig
Auðunn þakkar fyrir sig