HM að hefjast

Heimsmeistaramótin í kraftlyftingum í opnum flokki karla og kvenna hefjast í Aurora í Bandaríkjunum á morgun, 3.nóvember. Þrir íslenskir keppendur taka þátt.
María Guðsteinsdóttir keppir í -72 kg flokki á fimmtudag, Auðunn Jónsson og Sigfús Fossdal keppa á laugardag. Auðunn  í -120 kg flokki og Sigfús í +120 kg flokki .
Klaus Jensen verður fulltrúi Íslands meðal dómara.

Í dag fer fram ársþing IPF. Grétar Hrafnsson situr þingið, en Sigurjón Pétursson, formaður KRAFT, er þingforseti og stýrir starfinu.
Öll mál sem verða lögð fyrir þingið má kynna sér hér:
http://powerlifting-ipf.com/fileadmin/data/Congress/AGENDA_GA_2014.pdf

Nýtt fréttabréf IPF

Fyrsta fréttabréf ársins frá IPF er komið út: http://www.powerlifting-ipf.com/fileadmin/data/Newscontainer/IPF-Newsletter_January_2013.pdf
Aðalefni bréfsins eru heimsleikarnir í sumar, en það verður stærsti kraftlyftingaviðburður ársins þar sem eingöngu þeir allra bestu taka þátt. IPF leggur áherslu á að nota það tækifæri til að sýna IOC og heiminum öllum að kraftlyftingar er góð og áhorfendavæn íþrótt sem á heima á stórum alþjóðlegum íþróttamótum.

Keppnisreglur uppfærðar

IPF hefur gert nokkrar breytingar á keppnisreglum í kraftlyftingum og taka þær gildi 1.janúar 2013. Helgi Hauksson hefur uppfært íslensku reglurnar og má finna þær undir Um Kraft.
Takið sérstaklega eftir breytingum á framkvæmd bekkpressulyftu.
Í ensku reglunum á heimasíðu IPF eru breytingarnar merktar með rauðu.

IPF fundar með IOC

Aðalritari Alþjóðakraftlyftingasambandsins, IPF, Emanuel Scheiber fundaði á dögunum með fulltrúum Alþjóðaólympíunefndarinnar IOC í Lausanne í Sviss.
Það er yfirlýst markmið IPF að hljóta viðurkenningar IOC með það fyrir augum að kraftlyftingar verði ólympísk íþróttagrein og undanfarin ár hefur verið unnið ötullega að þessu.
Stjórn IPF hefur lagt mikla áherslu og mikið fé í úrbætur varðandi lyfjamál, en þau sem vilja nota ólögleg efni standa íþróttinni okkar mjög fyrir þrifum og í vegi fyrir framförum.
Framtíðarvelgengni kraftlyftinga, bæðí hér heima og á alþjóðavettvangi, er háð þvi að okkur takist að útiloka notkun ólöglegra lyfja.
Það er sameiginleg ábyrgð og verkefni sem allir vinna að hver á sínum stað: Alþjóðasambandið, landssamböndin, kraftlyftingafélögin, þjálfarar og iðkendur.

Þing IPF 2012

Alþjóðakraftlyftingasambandið IPF hélt ársþing sitt í tengslum við Heimsmeistaramótið í Puertó Ríkó.
Hér má sjá þinggerðina.

Á þinginu var Gaston Parage kjörinn nýr forseti IPF, en hann hefur undanfarin ár starfað sem gjaldkeri sambandsins og er öllum hnútum kunnugur.
Sigurjón Pétursson, formaður KRAFT, hefur tekið við formennsku í aganefnd IPF.

Gaston Parage nýr forseti IPF

Ársþing IPF var haldið í gær í Puerto Rico. Þar tók Gaston Parage frá Luxembourg við forsetaembættinu af Detlev Albrings sem sagði af sér í sumar.
Parage hefur sinnt mörgum störfum innan IPF, undanfarin ár hefur hann verið gjaldkeri.
Hér má kynna sér sýn Parage á framtíð IPF.
Parage hlaut 2/3 hluta atkvæða, m.a. atkvæði Íslands, en Sigurjón Pétursson sat þingið fyrir hönd Kraftlyftingasambands Íslands.

Á þinginu var líka samþykkt tillaga frá Danmörku um að halda heimsmeistaramót í klassískum kraftlyftingum til prufu næstu tvö ár. Mótin verða haldin í opnum flokki og flokki unglinga.