ÍSÍ 100 ára

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er 100 ára í dag.
Þess var minnst á kraftlyftingaþinginu á Akranesi og sendi kraftlyftingaþingið ÍSÍ heillaóskaskeyti í tilefni af þessum tímamótum.
Formaður og varaformaður Kraft voru fulltrúar okkar á móttöku í Ráðhúsi Reykjavíkur í tilefni dagsins og tekur Kraft þátt í sameiginlegri afmælisgjöf sem öll sérsambönd færa ÍSÍ.

Vegleg gjöf

Kraftlyftingadeild Massa gerði það ekki endasleppt á byrjendamótinu sem fór fram í Njarðvíkum í dag. Að loknu dómaraprófi og byrjendamóti var öllum boðið í kaffi og tertu þar sem þátttakendaviðurkenningar voru afhentar og nýfengin dómararéttindi handsöluð. Síðan kvaddi Herbert Eyjólfsson, formaður Massa, sér hljóðs og afhenti Kraftlyftingasambandi Íslands veglega gjöf. Það voru glæný keppnisljós frá Eleiko. Sigurjón Pétursson, formaður Kraft, tók við gjöfinni og þakkaði fyrir.
Ljósin koma að góðum notum og nýtast öllum mótshöldurum. Enn eitt skrefið hefur verið tekið í áttina að því að gera mótin okkar eins og best gerist erlendis.

Styrkir vegna HM

Kraftlyftingasambandi Íslands hefur borist veglegir styrkir vegna þátttöku landsliðsins á HM í kraftlyftingum sem fram fer í Suður-Afríku í nóvember. Heildsölufyrirtækið Gunnar Eggertsson hf hefur styrkt landsliðið um 200.000 krónur og Íþróttasamband Íslands hefur lagt til flugmiða á leiðinni til og frá London.
Stjórn KRAFT þakkar styrkveitendum kærlega fyrir þetta míkilvæga framlag. 
María Guðsteinsdóttir og Auðunn Jónsson keppa fyrir hönd Íslands á HM. Klaus Jensen er aðstoðarmaður.

Goodlift

Í tilefni af 60-ára afmæli formanns KRAFT tóku kraftlyftingafélögin í landinu og nokkrir vinir Sigurjóns úr hópi áhugamanna um íþróttina sig saman og gáfu KRAFT veglega gjöf honum til heiðurs. Um er að ræða mótstjórnarforritið Goodlift. Þessi gjöf mun væntanleg nýtast öllum keppendum, öllum félögum og öllum áhorfendum í framtíðinni og gera mótin auðveldara í framkvæmd og aðgengilegri fyrir áhorfendur.

Gjöfinni fylgja heillaóskir til formanns og þakkir fyrir hans störf í þágu íþróttarinnar.