Dómarapróf

Helgin 6 – 7 september nk verður haldið dómarapróf á vegum Kraftlyftingasambands Íslands. Skriflegi hluti prófsins fer fram í húsnæði ÍSÍ í Laugardal, verklegi hlutinn í Ármannsheimilinu. Nánari tímasetning auglýst síðar
Skráningarfrestur er til 17.ágúst. Prófgjald er 5000 krónur.

Skráning fer fram gegnum félögin. Einstaklingar geta ekki skráð sig í prófið.
Fjöldin er takmarkaður við sex kandidata. Ef fleiri sækja um en komast að verður fyrst tryggt að amk einn frá hverju félagi komist að áður en skráðir verða fleiri frá sama félagi.
Ef félag vill skrá fleiri en einn kandidat í prófið væri því gott að fá nöfnin í forgangsröð.

Skráning fer fram í tölvupósti til Helga Haukssonar, [email protected] með afrit á [email protected]

 

Málstofa um markaðsmál fyrir íþróttafólk

Laugardaginn 4. janúar 2014, kl. 9-12, munu Reykjavíkurleikarnir bjóða upp á málstofu undir á efstu hæð í stúku KSÍ þar sem áhersla verður lögð á íþróttamanninn og markaðssetningu hans. Yfirskriftin er Seldu sjálfan þig!
Fyrst munum við heyra reynslusögu Rögnu Ingólfsdóttur badmintonkonu. Ragna átti í miklum erfiðleikum á tímabili með að fjármagna íþróttaferil sinn. Hún fer í

Þjálfaranám

Haustfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun er að hefjast. Í boði er almenni hlutinn í Þjálfara 1 og Þjálfara 2.
AUGLÝSING.

KRAFT ætlar að bjóða upp á sérgreinahluta Þjálfara 1 seinna í haust og verður það auglýst þegar nær dregur. Nauðsynlegur undanfari er almenni hluti Þjálfara 1 frá ÍSÍ.
Til að forðast misskilningi skal tekið fram að fjöldi verður takmarkaður í sérgreinanámskeiðið og skráning fer fram gegnum félögin.

Þjálfari 1 námskeið

Á vegum ÍSÍ er boðið upp á almenna hlutann af Þjálfara 1 námi í sumar og hefst 24.júni. Áhugasamir þurfa að skrá sig strax á [email protected]s eða í síma 514 4000,
Upplýsingar og skráning: Sumarfjarnám 1 stig

Sérgreinahluti námsins verður í boði á vegum KRAFT í haust, en almenni hlutinn er nauðsynlegur undanfari og skilyrði fyrir þátttöku á því námskeiði.

Dómarapróf 7.september

Dómaranefnd KRAFT heldur réttindapróf fyrir kraftlyftingadómara 7.september nk. og komast 6 að í prófið.
Prófið verður auglýst nánar þegar nær dregur, en tekið er við óskum um þátttöku strax á [email protected].
Í nýju mótareglunum eru gerðar auknar kröfur til félaga um að senda dómaramenntaða starfsmenn á mót og nauðsynlegt að fjölga dómurum í mörgum félögum. Ef aðsókn verður mikil munu þau félög hafa forgang sem ekki hafa dómara innan sinna raða í dag.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að eingöngu próf á vegum dómaranefndar Kraftlyftingasambands Íslands gefa réttindi til að dæma á mótum KRAFT.

Fræðslufundur um skipulagða lyfjamisnotkun í íþróttum

Þriðjudaginn 9. apríl stendur fræðslu- og þróunarsvið ÍSÍ fyrir hádegisfundi í E-sal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst hann kl.12:10. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið tengt lyfjamisnotkun í íþróttum. Skúli Skúlason formaður lyfjaráðs ÍSÍ fer yfir stærstu lyfjamisnotkunarmál, bæði gömul og ný, sem upp hafa komið innan íþrótta. Meðal þess sem hann fjallar um er skipulögð lyfjamisnotkun Austur-þýskra íþróttamanna, lyfjamisnotkun tengd hjólreiðum og Balco málið. Inn í umfjöllunina fléttast frásagnir af afleiðingum lyfjamisnotkunarinnar. Skráning fer fram á [email protected], en aðgangur er ókeypis og öllum heimilaður.

Fundurinn verður sendur út yfir netið.

Sérhæft skyndihjálparnámskeið

Sérhæft skyndihjálparnámskeið verður haldið á vegum KRAFT nk helgi.
Um er að ræða 12 klst námskeið  viðurkennt af Rauða kross Íslands, en með sérstakri áherslu á meiðsli og skaða sem eru líkleg meðal kraftlyftingamanna og þess vegna um sérstakt tækifæri að ræða.
Kennt verður laugardag og sunnudag og hvetjum við félög og einstaklinga að taka þátt og læra réttu viðbrögðin. Æskilegt væri að öll félög sendi mann á slíkt námskeið.
NÁMSEFNI
Nánari upplýsingar um námsefni og fyrirkomulag hjá kennara námskeiðsins Jóni Garðari, 847-2079. Upplýsingar og skráning á [email protected]
Athugið að í sumum tilfellum styrkja stéttarfélög og vinnustaðir starfsmönnum á námskeið sem þessi. Fyrir þá sem ætla í Þjálfara 2 nám er skilyrði að geta lagt fram vottun um námskeið af þessu tagi.

Nýir dómarar

Fjórir nýir dómarar bættust á dómaralista KRAFT í dag.
Sturlaugur Agnar Gunnarsson, Akranesi – Stefán Sturla Svavarsson, Massa – Ingimundur Ingimundarson og Gry Ek, Breiðablik. Við óskum þeim til hamingju.
Við þökkum prófdómurunum, Kraftlyftingadeild Breiðabliks sem setti á svið æfingarmót með skömmum fyrirvara og þátttakendum sem vonandi hafa fengið góða æfingu út úr mótinu.

 

Æfingarmót – dómarapróf

Æfingarmót fer fram í húsakynnum Kraftlyftingadeildar Breiðabliks laugardaginn nk.
Á mótinu fer fram verklegt dómarapróf.
Vigtun hefst kl. 10.30 og fyrsta lyftan er tekin kl. 12.30.
Þeir sem hafa skráð sig á mótið og prófmenn þurfa að mæta tímanlega.

Fræðslufundur – dómaraklínik

Laugardaginn 20.oktober nk er haldinn fræðslufundur, skriflegt dómarapróf og dómaraklínik á vegum KRAFT í húsnæði ÍSÍ í Laugardal. 

DAGSKRÁ:
10.00 – 11.00 Úmfjöllun um reglugerðir og keppnisreglur
11.00 – 12.00 Skriflegt próf
13.00 – 14.30 Fyrirlestur á vegum lyfjaeftirlitsins 

Þátttakendur á Þjálfara 1 – námskeiðinu taka þátt í öllum dagskráliðum.
Þáttakendur á dómaranámskeiði taka hér skriflega hluta dómaraprófsins.

Öllum dómurum á dómaralista KRAFT er boðið að taka endurgjaldslaust þátt í allri eða hluta af dagskránni og nota tækifærið til að rifja upp og styrkja þekkingu sína. 

Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að tilkynna sig á [email protected] sem allra fyrst.