Kraftlyftingamenn ársins 2012

Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands ákvað á fundi sínum  12.desember sl. að tilnefna Auðunn Jónsson, Breiðablik og Maríu Guðsteinsdóttur, Ármanni, kraftlyftingamenn ársins 2012 í karla- og kvennaflokki.

Ráðherra heiðrar kraftlyftingamenn

Ráðherra mennta- og menningarmála, Katrín Jakobsdóttir, bauð stjórn og afreksmönnum KRAFT til móttöku í ráðherrabústaðnum í fyrradag. Tilefnið var velgengni Auðuns og Júlíans á árinu og meðal annara gesta voru Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ, Líney R. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ og aðrir fulltrúar íþróttahreyfingarinnar.
Ráðherra óskaði Auðunni og Júlían til hamingju með þeirra afrek. “Við erum fámenn þjóð og þess vegna ekki sjálfgefið að meðal okkar skulu vera íþróttamenn í fremstu röð á heimsvísu eins og Auðunn og Júlían og því er það þeim mun ánægjulegra þegar menn ná slíkum árangri og af því getum við verið ákaflega stolt. Afreksfólk verður ekki til á einum degi þó svo að lyfturnar góðu á þessu heimsmeistaramóti hafi tekið einn dag; margra ára vinna liggur að baki svona árangri og vil ég óska ykkur innilega til hamingju“, sagði hún.  
Sigurjón Péturson, formaður KRAFT, tók til máls og þakkaði fyrir. Hann sagði það hafa verið forgangsverkefni stjórnar KRAFT að hefja íþróttina til þeirrar virðingar sem hún á skilið, og móttaka ráðherra sýna að það hafi tekist.
Án þess að gera upp á milli manna verður að segja það sérstaklega ánægjulegt að Auðunn Jónsson og fjölskylda hans skuli hafa fengið tækifæri til að gleðjast yfir afrekum hans við svo hátíðlegt tækifæri.

http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/nr/7258

Heimsmeistarar heiðraðir

Kraftlyftingasamband Íslands heiðraði heimsmeistarana tvo, Auðun Jónsson og Júlían J.K. Jóhannsson með móttöku í íþróttamiðstöðinni í Laugardal í vikunni. Þeir eru báðir ríkjandi heimsmeistarar í réttstöðulyftu í +120,0 kg flokki, Auðunn í opnum flokki og Júlían í flokki unglinga. Auk þeirra fékk Grétar Hrafnsson landsliðsþjálfari viðurkenningu fyrir sína vinnu og hlut í góðu gengi landsliðsins á keppnistímabilinu.
Formaður KRAFT, Sigurjón Pétursson, afhenti heiðursskjöl og gjafir og Líney Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, færði þeim blóm og hamingjuóskir frá ÍSÍ.
Íþróttafréttamenn sýndu tilefninu mikinn áhuga og var fjallað um það í öllum helstu miðlum landsins.

Fréttatími RÚV : http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/09112012/audunn-heidradur
ruv.is  http://www.ruv.is/frett/tvaer-skalar-af-hafragraut-alla-morgna
Fréttatími Stöðvar 2
mbl.is http://www.mbl.is/sport/frettir/2012/11/10/allt_er_fertugum_faert/
Morgunblaðið – prentaða útgáfan  http://www.mbl.is/bladid-pdf/2012-11-10/C2012-11-10.pdf
visir.is  http://visir.is/hef-alltaf-verid-hreinn/article/2012711109947
Fréttablaðið – forsíða.  http://vefblod.visir.is/index.php?netpaper=2103
Fréttablaðið – grein http://vefblod.visir.is/index.php?s=6539&p=141224

Árnað heilla

Helgi Hauksson, kraftlyftingadómari með meiru, er sextugur í dag.

Helgi hefur réttindi alþjóðadómara í kraftlyftingum og hefur borið hitann og þungann af dómaramálum hjá KRAFT um árabil, bæði í dómgæslu og dómaramenntun. Framlag hans í þessum málum verður varla ofmetið.

Á þessum tímamótum vill stjórn Kraftlyftingasambands Íslands þakka honum fyrir hans mikla framlag í þágu íþróttarinnar. Við vonum að við fáum áfram að njóta góðs af reynslu hans, þekkingu og innsæi.

Stjórn KRAFT sendir honum innilegar hamingjuóskir með afmælið og veit að allur kraftlyftingaheimurinn tekur undir.

Borghildur valin íþróttakona Seltjarnarness

Borghildur Erlingsdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu, var á dögunum valin íþróttakona Seltjarnarness.
Borghildur á stuttan en góðan feril í kraftlyftingum og er ríkjandi Íslandsmeistari í -57,0 kg flokki. Hún er auk þess formaður kraftlyftingadeildar Gróttu og ein helsti hvatamaður að stofnun hennar.

Fleiri kraftlyftingamenn hafa vakið eftirtekt á nesinu, en þau Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir og Aron Lee Du Teitsson voru líka í kjöri til íþróttamann ársins.

Við óskum Borghildi til hamingju með þennan heiður og kraftlyftingadeild Gróttu til hamingju með sína glæsilegu fulltrúa í kjörinu.
Þetta verður þeim eflaust hvatning til enn frekari afreka á næstu mótum.

Myndin er tekin af heimasíðu Gróttu þar sem má lesa nánar um málið.

Formenn funda

Stjorn KRAFT boðaði formönnum kraftlyftingafélaga til fundar við sig sunnudaginn 23.oktober sl.
Fulltrúar mættu frá deildum Breiðabliks, Massa, UMF Selfoss, UMF Stokkseyri, Gróttu, Kraftlyftingafélagi Seltjarnarness, Akraness, Garðabæjar og Mosfellsbæjar. Þeir kynntu stöðu mála í sínum félögum og menn skiptust á upplýsingum og skoðunum og ræddu hugsanlegt samstarf sín á milli.
Mörgum góðum tillögum og athugasemdum var beint til stjórnar KRAFT til frekari skoðunnar og úrvinnslu.
Fundargerð verður birt fljótlega.
 

Formenn að störfum

Minning

Í dag er til grafar borinn Jóhannes Hjálmarsson á Akureyri. Hann var á 81. aldursári.
Jóhannes var lifandi sönnun þess að kraftlyftingar er íþrótt fyrir menn á öllum aldri. Hann hóf að stunda og keppa í kraftlyftingum um fimmtugt og gerði garðinn frægan á árunum 1980-90 eins og sjá má HÉR.
Jóhannes keppti fyrir Íslands hönd erlendis og varð tvisvar sinnum heimsmeistari öldunga og setti heimsmet í sínum aldursflokki.
Hann var virkur í félagsmálum, ekki síst íþróttamálum og var heiðursfélagi í Kraftlyftingafélagi Akureyrar. Hans verður minnst með virðingu og vinsemd af þeim sem kynnstust honum.
Kraftlyftingaheimurinn vottar ástvinum Jóhannesar samúð í dag.

Íþróttamenn ársins – myndir

Kjör íþróttamanns ársins 2010 var tilkynnt með viðhöfn um daginn eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Við það tækifæri var kraftlyftingafólk ársins sýnt heiður líka, og hér má sjá myndir af Auðuni og Maríu í sínu fínast pússi í hópi helstu afreksmanna þjóðarinnar. Við óskum þeim enn og aftur til hamingju.

2010


2010a