Íþróttafólk Seltjarnarness

DSC_0041Fanney Hauksdóttir og Aron Teitsson, kraftlyftingakappar, voru í gær valin íþróttafólk Seltjarnarness 2013, en árangur þeirra, bæði hér heima og erlendis, var mjög góður í fyrra. Kraftlyftingadeild Gróttu hlaut auk þess afreksstyrk til starfsins.

Við óskum þeim öllum til hamingju með þennan mikla heiður.

Íþróttamenn ársins 2013

Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands hefur valið Auðunn Jónsson, Breiðablik, kraftlyftingamann ársins 2013 og Fanney Hauksdóttir, Gróttu, kraftlyftingakonu ársins 2013.

Auðunn Jónsson, Breiðablik, hefur verið í flokki bestu kraftlyftingamanna heims um árabil. Hann er í 9.sæti á afrekslista IPF í sínum flokki.
Helstu afrek 2013:
Evrópumót +120,0 kg flokki: 3.sæti og bronsverðlaun samanlagt.
Evrópumót +120,0 kg flokki: 2.sæti og silfurverðlaun í hnébeygju.
Evrópumót +120,0 kg flokki: 3.sæti og bronsverðlaun í bekkpressu.
Evrópumót +120,0 kg flokki: 1.sæti og gullverðlaun í réttstöðulyftu.

Fanney Hauksdóttir, Grótta, er fædd 1992 og keppir enn i unglingaflokki. Hún hefur samt náð frábærum árangri á árinu, sérstaklega í bekkpressu sem er hennar sérgrein. Hún er í 16.sæti á afrekslista IPF í bekkpressu í opnum flokki -57,0 kg, þó hún sé ennþá unglingur.
Helstu afrek 2013:
HM unglinga í bekkpressu -57,0 kg flokki: 3.sæti og bronsverðlaun
Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum -57,0 kg flokki: 1.sæti og gullverðlaun
Íslandsmeistaramót í bekkpressu: 1.sæti á stigum og gullverðlaun
Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum -63,0 kg flokki: 1. sæti og gullverðlaun
Fanney setti íslandsmet í bekkpressu á árinu með 115,0 kg í -63,0 kg flokki, en
það er met bæði í unglingaflokki og opnum flokki.

Við óskum þeim til hamingju með þennan heiður sem þau eru bæði vel að komin,

Fanney í 4.sæti

Spennandi keppni í -63,0 kg flokki unglinga á HM í bekkpressu lauk í þessu með sigri Yaragina frá Kazakstan. Hún lyfti 132,5 kg.

Fanney Hauksdóttir keppti og vigtaði 58,0 kg inn í flokkinn. Hún gerði ógilt í fyrstu lyftu, en kláraði svo 110 kg í annarri og jafnaði sínu persónulega meti með 115,0 kg í þriðju. Þá tók við bið milli vonar og ótta en raunhæfur möguleiki var að þetta myndi duga í verðlaunasæti. Svo varð þó ekki á endanum, tveir keppinautar skutust fram hjá henni með 117,5 kg og Fanney hafnaði í 4.sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti.
Við óskum til hamingju með árangurinn.

Fanney keppir á morgun

Nú stendur yfir Heimsmeistaramót í bekkpressu í Kaunas í Litháen. Keppt er í opnum og aldurstengdum flokkum karla og kvenna.
Tveir íslenskir keppendur taka þátt: Fanney Hauksdóttir, Grótta, sem keppir í -63,0 kg flokki unglinga og Ingimundur Björgvinsson, Grótta, sem keppir í -105,0 kg opnum flokki.
BEIN VEFÚTSENDING ER FRÁ MÓTINU

FanneyFanney keppir á morgun, þriðjudag kl 10.00 á íslenskum tíma.
Fanney er 21 árs gömul og vakti strax á sínu fyrsta móti athygli fyrir styrk sinn í bekkpressu. Hún er ríkjandi íslandsmeistari í greininni og á best 115,0 kg í -63,0 kg flokki. Það er íslandsmet bæði í únglinga- og opnum flokki.

Við krossum fingur á morgun og vonum að Fanney nái út úr sér öllu því sem hún hefur lagt inn fyrir á æfingum undanfarið.