María lyftir miðvikudag

María Guðsteinsdóttir, Ármanni, keppir á Evrópumótinu í kraftlyftingum sem nú stendur yfir í Tékklandi. Hún keppir í -63 kg flokki klukkan 15.00 á staðartíma miðvikudaginn 4.maí. Þá er klukkan 13.00 á Íslandi.

María keppir nú í fyrsta sinn í þessum flokki, en hun hefur fram að þessu keppt í -67,5 kg flokki og hefur þess vegna þurft að létta sig töluvert undanfarið. 12 konur eru skráðar í flokknum og er María nokkurnveginn fyrir miðju í hópnum miðað við þyngdir sem voru gefnar upp fyrirfram.  Undirbúningurinn hefur gengið vel hjá henni og við eigum von á bætingum.

Hægt er að fylgjast með Maríu í beinni útsendingu frá mótinu: http://www.ustream.tv/channel/spv-tv

EM framundan

Evrópumótið í kraftlyftingum fer fram í Pilzen í Tékklandi 3. – 7. maí nk. 165 íþróttamenn frá 25 löndum munum keppa á mótinu og má gera ráð fyrir keppni í hæsta gæðaflokki. Nú er keppt í nýjum þyngdaflokkum og verður spennandi að sjá hvernig menn hafa aðlagast þeim.

Frá Íslandi fara tveir keppendur. Auðunn Jónsson, Breiðablik, keppir í 120,0+ flokki síðdegis á laugardeginum. María Guðsteinsdóttir, Ármanni, keppir í -63,0 kg flokki síðdegis á miðvikudeginum, en hún hefur þurft að létta sig töluvert til að komast niður í þennan þyngdarflokk. Þau mæta bæði öflugum andstæðingum en eru í góðu formi og án meiðsla og við búumst við góðu af þeim.

Auk þeirra fara til Tékklands Sigurjón Pétursson, formaður Kraftlyftingasambands Íslands, sem ætlar að sitja þing EPF, Hörður Magnússon sem ætlar að dæma á mótinu og endurnýja alþjóðaréttindi sín sem dómari og Klaus Jensen sem ætlar að taka dómaraprófið til að öðlast slík réttindi. Hann ætlar þess utan að aðstoða Maríu, en aðstoðarmaður Auðuns er Vigfús Kröyer.

Bein vefútsending verður frá mótinu.
HEIMASÍÐA MÓTSINS

EM öldunga lokið

Fannar Dagbjartsson hafði því miður ekki erindi sem erfiði á EM öldunga sem lauk í Tékklandi í dag.
Hann féll úr í hnébeygju og fékk heldur ekki gilda lyftu á bekknum.  Reyndar var míkið mannfall í flokki hans, -110,0 kg M1, fjórir keppendur féllu úr keppni. Sigurvegari var svíinn Håkan Persson með 815,0 kg. HEILDARÚRSLIT
Menn geta séð upptökur af lyftunum hér: http://www.madness.cz/ex/livetv.php og reynt að ráða í hvað hafi farið úrskeiðis. 
Það er fátt leiðinlegra en að falla úr keppni á tækniatriðum, þá reynir á innra styrkinn. Ef Fannar hefur hann í sama mæli og vöðvastyrk, verða ófarirnar hvatning til að koma sterkur tilbaka næst.

EM öldunga

Evrópumót öldunga í kraftlyftingum er hafið í Tékklandi. Fannar Dagbjartsson keppir fyrir hönd Íslands í flokki -110,0 kg M1 laugardaginn 26. júní. Við óskum honum alls hins besta, en hægt er að fylgjast með Fannari og öðrum keppendum í beinni útsendingu á netinu HÉR.
Úrslit og aðrar upplýsingar má finna á heimasíðu EPF.

Fannar keppir á EM

EM öldunga hefst í Tékklandi 22. júni. Fannar Gauti Dagbjartsson keppir fyrir hönd Íslands í -110,0 kg flokki karla 40 – 49 ára laugardaginn 26. júni.
Fannar hefur undirbúið sig vel undir mótið og ætti að geta barist um verðlaun í þessum fjölmenna flokki á góðum degi. Vonandi situr Kópavogsmótið ekki lengur í honum.
Við munum fylgjast náið með gang mála hér á kraft.is og óskum Fannari góðs gengis á Evrópumótinu.