Arnold Classic Europe

Í oktober nk verður haldið Arnold Classic Europe í Madrid á Spáni, en Arnold Sports festival hefur verið haldinn í Columbus, Ohio frá 1989. Meðal keppnisgreina að þessu sinni eru kraftlyftingar í umsjón Spænska kraftlyftingasambandins og EPF.
Sterkustu menn og konur Evrópu eru á boðslistanum og meðal þeirra er okkar eigin Auðunn Jónsson í +120,0 kg flokki.

EM hefst á morgun

eo-2013Opna Evrópumótið í kraftlyftingum hefst á morgun 7.maí í Pilzen í Tékklandi og stendur til 11.maí. 162 keppendur frá 23 löndum eru skráðir til leiks, 100 í karlaflokki og 62 konur.
Meðal þeirra eru María Guðsteinsdóttir, Ármanni og Auðunn Jónsson, Breiðablik.
María keppir í -72,0 kg flokki á miðvikudag en Auðunn í +120,0 kg flokki á laugardag. Samkvæmt Grétari Hrafnssyni landsliðsþjálfara eru þau bæði í góðu formi og mjög vel undirbúin.
Helgi Hauksson og Klaus Jensen munu dæma á mótinu og Sigurjón Pétursson situr þing EPF fyrir hönd KRAFT.
Hægt verður að fylgjast með á netinu: http://goodlift.info/live.php

Við óskum þeim öllu góðs gengis.

Landsliðið á leið til Úkraínu

Á morgun leggur íslenska liðið af stað áleiðis til Mariupol Úkraínu þar sem opna Evrópumótið í kraftlyftingum fer fram dagana 8 – 12 maí.

María Guðsteinsdóttir, Ármanni, keppir á miðvikudaginn í -63,0 flokki kvenna.
Auðunn Jónsson, Breiðablik, keppir á laugardaginn í +120,0 kg flokki karla.
Þeim til aðstoðar er Grétar Hrafnsson, landsliðsþjálfari.

Helgi Hauksson, alþjóðadómari úr Breiðablik dæmir á mótinu. Sigurjón Pétursson, formaður KRAFT, situr þing EPF sem er haldið í tengslum við mótið.

Allar upplýsingar um mótið og keppendur má finna á heimasíðu EPF.
Sýnt verður beint frá keppninni á vefnum.

 

EM öldunga

Evrópumót öldunga í kraftlyftingum fer fram í Tékklandi dagana 5. – 9. júlí nk. Tveir keppendur frá Íslandi taka þátt, þeir Fannar Dagbjartsson og Halldór Eyþórsson, báðir úr Breiðablik. Fannar keppir í 120,0 kg flokki karla 40-49 ára og Halldór í 83,0 kg flokki karla 50 – 59 ára. Þeir eru báðir reyndir keppendur og geta vel unnið til verðlauna á góðum degi, en við munum segja fréttir af gengi þeirra hér.
Heimasíða mótsins: http://www.powerlifting-czech.eu/

EM unglinga

Framundan er Evrópumót drengja/stúlkna og unglinga í kraftlyftingum. Mótið fer fram i Northumberland í Bretlandi og hefst 7.júni nk. 156 keppendur frá 21 evrópulöndum mæta til leiks.

Kraftlyftingasamband Íslands sendir þrjá keppendur á mótið. Það eru þeir Viktor Samúelsson (KFA) sem keppir í -105,0 kg flokki drengja, Júlían Jóhannsson (Ármann) sem keppir í +120,0 flokki drengja og Einar Örn Guðnason(Akranes)  sem keppir í -93,0 kg flokki unglinga. Liðsstjóri er Auðunn Jónsson. Helgi Hauksson, alþjóðadómari, verður þeim til halds og trausts og  mun dæma á mótinu. 

Viktor og Júlían keppa miðvikudaginn 8. júni en Einar keppir föstudaginn 10.júni og verður hægt að fylgjast með þeim í beinni útsendingu á netinu.