Auðunn lyftir á morgun

Auðunn Jónsson, Breiðablik, keppir á Evrópumótinu í kraftlyftingum á morgun, laugardag. Auðunn keppir í +120,0 kg flokki og hefst keppnin kl. 9.00 á íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með á netinu: http://goodlift.info/live.php

Auðunn verður í baráttunni um verðlaun og er í góðu formi samkvæmt nýjustu fréttum. Góðar framfarir á bekknum eykur á bjartsýni manna, en miðað við skráningartölur má búast við að helstu keppinautar Auðuns verði góðkunningar hans frá Norðurlöndum, finninn Sandvik og norðmaðurinn Bårtvedt.

Við sendum kraftakveðjur til íslenska liðsins!

María í 6.sæti með tvö ný íslandsmet

1825María Guðsteinsdóttir, Ármanni, keppti á Evrópumeistaramótinu í Tékklandi í dag. Hún lenti í 6. sæti í -72,0 flokki þar sem hún vigtaðist 68,44 kg.
María byrjaði af krafti og átti mjög góða beygjuseríu: 170 – 177,5 – 182,5 sem er 17,5 kg bæting á hennar eigin íslandsmeti í flokknum. Á bekknum endaði hún í 110,0 kg eftir að hafa misst 112,5 í síðustu tilraun. Í réttstöðunni þurfti hún tvær tilraunir með byrjunarþyngd en kláraði svo 172,5 kg í þriðju tilraun.
Samanlagt gerir það 465,0 kg sem er nýtt íslandsmet og 7,5 kg persónuleg bæting í flokknum.
Við óskum Maríu til hamingju með metin og bætingarnar.

Sigurvegari í flokknum var hin danska Annette Pedersen.

EM hefst á morgun

eo-2013Opna Evrópumótið í kraftlyftingum hefst á morgun 7.maí í Pilzen í Tékklandi og stendur til 11.maí. 162 keppendur frá 23 löndum eru skráðir til leiks, 100 í karlaflokki og 62 konur.
Meðal þeirra eru María Guðsteinsdóttir, Ármanni og Auðunn Jónsson, Breiðablik.
María keppir í -72,0 kg flokki á miðvikudag en Auðunn í +120,0 kg flokki á laugardag. Samkvæmt Grétari Hrafnssyni landsliðsþjálfara eru þau bæði í góðu formi og mjög vel undirbúin.
Helgi Hauksson og Klaus Jensen munu dæma á mótinu og Sigurjón Pétursson situr þing EPF fyrir hönd KRAFT.
Hægt verður að fylgjast með á netinu: http://goodlift.info/live.php

Við óskum þeim öllu góðs gengis.

Viktor evrópumeistari drengja!

Viktor Ben Gestsson, 16ára gamall úr Breiðablik, kom, sá og sigraði í +120,0 kg flokki drengja á EM í dag.
Undir styrkri stjórn Grétars landsliðsþjálfara gerði Viktor sig lítið fyrir og lék á rússann Yakovlov sem klúðraði síðustu réttstöðulyftu sinni og missti af gullinu.
Viktor lyfti 225 – 232,5 – 242,5 í hnébeygju án þess að blása úr nös. Hann tók 180-190-200 kg álíka auðveldlega á bekknum og hafði þá fengið 18 hvít ljós. Í réttstöðu lyfti hann 230 og 240 og lagði svo allt undir með 255 í þriðju tilraun. Það reyndist of þungt og hann endaði í 682,5 kg sem er 25 kg persónuleg bæting og það dugði honum í fyrsta sætið samanlagt.

Viktor ber því titilinn Evrópumeistari í +120,0 kg flokki drengja með réttu!
Við óskum honum og hans stuðningsliði innilega til hamingju.
viktor

Arnhildur bætti sig og setti íslandsmet

Arnhildur Anna Árnadóttir úr Gróttu keppti í dag á EM unglinga. Hún lenti í 5.sæti í -72 kg flokki með seríuna 165 – 90 – 160 = 415 kg og bætti sig um 5 kg frá Norðurlandamótinu í febrúar.
Markmiðið hafði verið sett ennþá hærra, en hún má vel við una að hafa klárað þetta mót vel, bætt sig og sýnt mikinn karakter þegar hún klikkaði tvisvar á bekknum með 87,5 kg og tók svo 90 kg örugglega í þriðju. Hún átti líka góða tilraun við 167,5 kg í réttstöðulyftu sem hefði dugað í verðlaunasæti. Það kemur næst.

Beygjan er Íslandsmet unglinga í þessum flokki.

Til hamingju Arnhildur!
photo

Daði Már jafnaði besta árangur sinn

Daði Már Jónsson lauk í dag keppni á EM unglinga í Prag. Hann lyfti í -74,0 kg flokki unglinga og vigtaði 73,62 kg inn í keppnina.
Daði lyfti seríuna 200 – 150 – 185 = 535 kg sem er jöfnun á árangri hans frá Norðurlandamótinu í febrúar. Hann bætti sig í beygjum og átti góða tilraun við bætingu á bekknum, en varð fyrir vonbrigðum með réttstöðunni þar sem honum mistókst tvisvar með 200 kg.
Við óskum Daða til hamingju með mótið, hann kemur heim reynslunni ríkari.

Á morgun keppa Arnhildur Anna Árnadóttir í -72,0 kg flokki unglinga og Viktor Ben Gestsson í +120 kg drengjaflokki. Arnhildur mun hefja keppni kl. 08.00 að íslenskum tíma en Viktor mætir á keppnispallinn kl. 12:00.

Sindri Freyr með þrjú íslandsmet

Sindri Freyr Arnarson stóð sig vel á EM unglinga í dag. Hann lyfti í -66,0 kg flokki og bætti árangur sinn svo um munaði, eða úr 502,5 í 515 kg sem er nýtt íslandsmet í flokknum. Hann sett líka íslandsmet í hnébeygju og bekkpressu.
Við óskum honum innilega til hamingju með góðan árangur.

Hér má finna tengil á heildarúrslit: http://www.europowerlifting.org/results.html

Sindri hefur nú gefið tóninn fyrir íslenska liðið. Á morgun stendur félagi hans úr Massa, Daði Már Jónsson í eldlínunni. Hann lyftir í -74,0 kg flokki og hefst keppnin kl. 17.30 að íslenskum tíma.

Sindri Freyr lyftir á morgun

Sindri Freyr Arnarson, Massamaður, stígur á svið á EM unglinga á morgun kl. 17.00 á íslenskum tíma.
Hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu á vefnum: http://goodlift.info/live.php

Sindri lyftir í -66,0 kg flokki unglinga, en hann er fæddur 1992. Sindri á best 502,5 kg og mætir mjög sterkum andstæðingum í flokknum. Markmiðið verður fyrst og fremst að halda einbeitingu og ná út öllu því sem búið er að leggja inn fyrir á löngum og ströngum æfingum í vetur. Það verður spennandi að sjá hversu langt það nær.

Við eigum von á bætingum og óskum Sindra og hans aðstoðarmönnum í Tékklandi góðs gengis.

EM unglinga hefst eftir helgi

Evrópumót unglinga í kraftlyftingum hefst í Prag eftir helgi og íslensku keppendurnir eru að pakka í töskurnar.
Sindri Freyr er fyrstur í eldlínunni, en hann keppir í -66,0 kg flokki á þriðjudag. Síðan keppir Daði Már á miðvikudag, Viktor Ben og Arnhildur Anna á fimmtudag, Viktor Samúelsson á föstudag og Júlían á laugardag. Aðstoðarmenn eru Grétar Hrafnsson, landsliðsþjálfari, Sturla Ólafsson og Gunnlaug Olsen.

Nánari upplýsingar og bein vefútsending er að finna á heimasíðu EPF. 

Halldór vann til bronsverðlauna

Halldór Eyþórsson vann í dag bronsverðlaun á EM öldunga í kraftlyftingum.
Hann lenti í þriðja sæti í -83,0 kg flokki karla 50-60 ára með samtals 637,5 kg.
HEILDARÚRSLIT

Halldór fékk auk þess silfurverðlaun í hnébeygju með 252,5 kg. Í bekk tók Halldór 140 kg og átti tvær tilraunir við 145,0 kg en það reyndist of þungt í dag.
Í réttstöðu lyfti Halldór 245 kg. Honum mistókst við 250 kg í þriðju tilraun og hann varð þess vegna að naga neglurnar og bíða á meðan keppninautar hans gerðu harða atlögu að bronsinu.
Á endanum reyndist Halldór vera sá sterkasti og við getum  óskað honum til hamingju með bronsið, hann er vel að verðlaunum kominn.

Erik Rasmussen fra Danmörku sigraði í flokknum með 692,5 kg.