EM unglinga hefst á morgun

EM unglinga í kraftlyftingum fer fram í Ungverjalandi dagana 7 – 11 april. 128 keppendur frá 18 löndum taka þátt, meðal þeirra eru fjórir íslendingar:
Arnhildur Anna Árnadóttir, Grótta, Júlían J. K. Jóhannsson, Ármanni, Viktor Samuelsson, KFA og Þorbergur Guðmundsson, KDH
Bein útsending frá mótinu verður á netinu: https://www.youtube.com/watch?v=tCL8WhS25Dg  

Arnhildur keppir á fimmtudag, en strákarnir allir á laugardag.
Við óskum þeim öllum góðs gengis.

Einar Örn á pallinn á EM

Einar Örn Guðnason frá Kraftlyftingafélagi Akraness átti góðan dag á EM unglinga í dag. Hann vigtaði 92,45 kg í -93 kg flokki.
Einar lét ekki slaka stangarmenn slá sér út af laginu og opnaði létt á nýju Íslandsmeti unglinga í hnébeygju, 280 kg.Hann bætti síðan metið og persónulegan árangur sinn með 20 kg þegar hann lyfti 290 kg mjög örugglega í næstu tilraun. Einar átti svo mjög góða tilraun við 300 kg, en munaði hársbreidd og þriðja lyftan var dæmd ógild.
Bekkurinn er sérgrein Einars, en þar opnaði hann á 200 kg sem er jöfnun á Íslandsmeti í flokknum. Hann setti síðan nýtt unglingamet með 207,5 kg í annarri.
Í þriðju tilraun gerði hann sér lítið fyrir og lyfti 212,5 kg glæsilega, en það dugði honum til verðskuldaðra bronsverðlauna í greininni.
Í réttstöðu opnaði hann frekar klaufalega á að láta dæma 250 kg ógilt hjá sér en kláraði svo 255 kg í annari tilraun. Hann reyndi svo við 272,5 kg í síðustu en mistókst.
Einar endaði því í 6.sæti með 757,5 kg í samanlögðu. Það er nýtt Íslandsmet unglinga og persónuleg bæting um 37,5 kg og geri aðrir betur.
Sigurvegari í flokknum var Julian Lysvand frá Noregi með 825 kg

Við óskum Einari til hamingju með góða frammístöðu, ný íslandsmet og bronsverðlaun í bekkpressu.

Á morgun, sunnudag, keppir Júlían Jóhannsson og hefst keppnin kl. 8.00 á íslenskum tíma.

einarorn

Stelpurnar koma heim með íslandsmet og verðlaun

photo (1)Camilla Thomsen og Arnhildur Anna Árnadóttir hafa lokið keppni á EM unglinga í St. Pétursborg.
Camilla vigtaði 62,65 kg í -63 kg flokki. Hún opnaði á 135 kg í hnébeygju, en það er jöfnun á hennar besta árangur. Hún kláraði það örugglega, en mistókst svo tvisvar með 142,5 kg. Á bekknum gerðist nákvæmlega það sama. Hún jafnaði sinn besta árangur örugglega með 80 kg í fyrstu tilraun, en mistókst tvisvar að bæta sig með 82,5.
Í réttstöðu opnaði Camilla á 147,5. Í annari jafnaði hún sinn besta árangur með 155 kg, en það er um leið íslandsmet unglinga.  Í þriðju tilraun lagði hún allt undir í tilraun til að ná bronsinu með 165 kg, en það reyndist of þungt þrátt fyrir mikla baráttu.
Besti samanlagði árangur Camillu fyrir þetta mót var 352,5 kg, en hér endaði hún í 370 kg sem er unglingamet og góð bæting. Hún endaði í 5.sæti.

Arnhildur Anna vigtaði 71,10 kg í -72 kg flokki. Hún klikkaði á byrjunarþyngd 180 kg í hnébeygju, hækkaði svo í 185 kg í annari, mætti einbeittari og kláraði örugglega. Arnhildur endaði með 190 kg í mjög vel útfærðri þriðjulyftu. Það er nýtt íslandsmet í opnum flokki og dugði henni til bronsverðlauna í beygju.
Á bekknum byrjaði Arnhildur í 95 kg en mistókst. Hún kláraði 95 kg örugglega í annari tilraun og bað um 100 kg í þriðju, en það er jöfnun við hennar besta árangur. Sú lyfta misheppnaðist því miður, og Arnhildur endaði með 95 kg.
Í réttstöðu kláraði hún 165 kg en mistókst tvisvar með 170 kg. Samanlagt gerir það 450 kg sem er persónuleg bæting um 10 kg og nýtt íslandsmet unglinga.
HEILDARÚRSLIT
Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.

Á morgun, laugardag, keppir Einar Örn Guðnason í .93 kg flokki. Keppnin hefst kl. 13.00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með hér: http://goodlift.info/live.php

Camilla og Arnhildur lyfta á morgun

Á morgun, föstudag, verða Gróttustelpurnar Camilla Thomsen og Arnhildur Anna Árnadóttir í eldlínunni á EM unglinga í St. Pétursborg.
KEPPENDALISTI 
Camilla lyftir í -63 kg flokki og Arnhildur í -72 kg flokki og hefst keppnin kl. 12.00 að staðartíma, en kl. 08.00 á íslenskum tíma.
Hægt er að fylgjast með keppninni beint: http://goodlift.info/live.php

Við óskum þeim góðs gengis.
safe_image

 

 

EM unglinga

Evrópumeistaramót unglinga í kraftlyftingum hefst í St. Pétursborg í Rússlandi á miðvikudag.
Fyrir hönd Íslands keppa í kvennflokki Camilla Thomsen í -63 kg flokki og  Arnhildur Anna Árnadóttir í -72 kg flokki en í karlaflokki Einar Örn Guðnason í -93 kg flokki og Júlían J.K. Jóhannsson ðí +120 kg flokki.
Konurnar keppa á föstudag, Einar á laugardag og Júlían á sunnudag, en sýnt verður beint frá mótinu hér: http://goodlift.info/live.php 

Keppendur: KARLAR KONUR 

Sigfús með nýtt Íslandsmet

Evrópumeistaramótið í bekkpressu lauk í dag með keppni í þyngstu flokkum karla. Hörð keppni var í +120,0 kg og voru Norðurlandabúar áberandi í baráttunni. Fredrik Svensson, Svíþjóð, stóð að lokum uppi sem sigurvegari með 340,0 kg.
ÚRSLIT

Sigfús Fossdal, Ísafirði, keppti fyrir Ísland og lenti í 8.sæti í flokknum. Hann opnaði á nýju Íslandsmeti, 310,0 kg og kláraði það örugglega. Önnur tilraunin, 320,0 kg, misheppnaðist og þá ákvað Sigfús að reyna við 327,5 kg í þriðju og stefna á 5-6.sæti. Miðað við æfingartölur og væntingar fyrir mótið var það ekki óraunhæf melding. Lyftan var á góðri leið þegar hann missti hana út úr ferli og náði því miður ekki að klára.
Sigfús er nú á heimleið, óneitanlega svekktur yfir að hafa ekki náð lengra, en ánægður með nýtt Íslandsmet og innkomu á alþjóðakeppnisvöllinn. Og með ný verkefni og markmið að vinna að.

Við óskum honum til hamingju með mótið og metið.

EM í bekkpressu

Opna Evrópumeistaramótið í bekkpressu hefst í dag í Bratislava.
Bein vefútsending er frá mótinu  http://goodlift.info/live.php

Fulltrúi Íslands á mótinu er Sigfús Fossdal. Hann keppir á laugardag í  +120,0 kg flokki. KEPPENDUR

Sigfús er Íslandsmeistari í bekkpressu 2013 og á íslenska bekkpressumótsmetið í flokknum, 305,0 kg. Honum hefur gengið vel á æfingum undanfarið og stefnir á að bæta það met verulega. Við óskum honum góðs gengis og vonum að allt gangi að óskum.

Auðunn vann til bronsverðlauna á EM

Auðunn Jónsson, Breiðablik, háði harða baráttu um gullið í +120,0 kg flokki á EM í Tékklandi í dag. Hann reyndi við 372,5 í síðustu lyftu, en það hefði dugað í fyrsta sætið samanlagt. Það gekk ekki, en 352,5,0 kg í réttstöðu dugði í gullverðlaun í greininni og bronsverðlaun samanlagt. Sigurvegari var finninn Kenneth Sandvik.
Auðunn lyfti 405 – 282,5 – 352,5 = 1040,0 kg
Hann fékk silfur í beygju, brons í bekkpressu og gull í réttstöðu, og s.s. bronsverðlaun samanlagt.
Við óskum honum til hamingju með frábæran árangur.
Heildarúrslit

photo (2)