Íslandsmeistaramót í klassískum kraftlyftingum

Á fundi sínum í dag gerði stjórn KRAFT breytingu á mótaskrá 2013 í samræmi við samþykkt á kraftlyftingaþingi 19.janúar sl. Íslandsmeistaramót í klassískum kraftlyftingum verður haldið á Seltjarnarnesi 4.maí nk.
Um framkvæmd þessa móts gilda sömu reglur og um framkvæmd Íslandsmóts í búnaði. Það þýðir m.a. að til að vera hlutgengir á mótið þurfa keppendur að vera skráðir í Felix í sínu félag a.m.k. þrjá mánuði fyrir mót, eða í síðasta lagi 4.febrúar.

Seltjarnarnesmótið í bekkpressu – skráning hafin

Skráning er hafin á Seltjarnarnesmótið í klassískri bekkpressu sem fram fer í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laugardaginn 6.oktober nk samkvæmt mótaskrá. Kraftlyftingafélag Seltjarnarness, Zetorar, halda mótið í samvinnu við Kraftyftingadeild Gróttu.
Félög skrá sína keppendur á þessu eyðublaði: Seltjarnarnesmótið en þar koma fram allar upplýsingar um skráningarfrest og -gjald.
Mótið hefst kl. 10.00 og vigtun er kl. 8.00.

Í framhaldi af Seltjarnarnesmótinu verður haldið óformlegt kynningarmót í bekkpressu ætlað ófélagsbundnum kraftlyftingaáhugamönnum og -konum þar sem þeim gefst kostur á að spreyta sig á bekknum við löggiltar keppnisaðstæður. Vigtun fyrir þennan hóp er líka kl. 8.00

Nánari upplýsingar á heimasíðu kraftlyftingadeildar Gróttu og facebooksíðu Zetóra.

Byrjendum er bent á að kynna sér vel keppnisreglur svo þeir hljóti örugglega náð fyrir augum dómara þegar á hólminn er komið.
http://kraftis.azurewebsites.net/wp-content/uploads/2010/10/Keppnisreglur2012.pdf

VEGGSPJALD

Eleiko World Cup Classic

Á morgun hefst í Svíþjóð keppni á fyrsta heimsbikarmóti IPF í kraftlyftingum án útbúnaðar.  170 keppendur eru skráðir til leiks, 110 karlar og 60 konur. Heimasíða mótsins: https://sites.google.com/site/worldcupstockholm/

Live streaming verður á netinu: http://styrkelyft.qrodo.tv/

Mikil umræða hefur lengi átt sér stað í kraftlyftingaheiminum um ágæti þess að nota sérútbúnað í keppni og sýnist sitt hverjum. Öfgafyllstu útgáfurnar af bekkpressusloppum hafa hleypt vatni á myllu þeirra sem telja slíkar græjur skaðlegar bæði fyrir keppendur og ímynd íþróttarinnar og vilja helst bara keppa “á kjötinu”.  Á meðan finnst öðrum  útbúnaðurinn sjálfsagður og rétt beiting hans vera mikilvægur liður í keppninni.

IPF hefur ákveðið að koma til móts við þá sem vilja keppa RAW með því að halda nú í fyrsta sinn heimsbikarmót án útbúnaðar og nefna það Classic Powerlifting. Sérstakur stuðningsaðili mótsins er Eleiko. Sérstakar reglur um leyfilegan fatnað hafa verið birtar og lágmarksviðmið um heimsmet hafa verið sett.

það verður gaman að fylgjast með árangur manna á þessu móti og hvernig framhaldið verður í umræðunni um að vera eða ekki vera í búnaði.