Bekkpressumót – úrslit

Kraftlyftingadeild Breiðabliks og Heiðrún, kraftlyftingafélag Garðabæjar héldu sameiginlegt bekkpressumót í Garðabæ í dag.

15 keppendur luku keppni, þar af 5 konur. Tveir keppendur í -93,0 flokki karla lyftu í búnaði.

Veitt voru verðlaun í öllum flokkum og stigabikar karla og kvenna. Sterkasta konan var Hafdís Huld Sigurðardóttir, Grótta, sem lyfti 55 kg í -52,0 kg flokki, rúmlega eigin líkamsþyngd “á kjötinu”.  Stigabikar karla í búnaði fékk Kristján S. Níelsson, Breiðablik, með vel útfærð 172,5 kg í -93,0 kg flokki. Stigabikar karla án búnaðar hlaut heimamaðurinn Erling Gauti Jónsson, sem lyfti 130 kg í -83,0 kg flokki.

Heildarúrslit: ÁN BÚNAÐAR –  MEÐ BÚNAÐI

Dómarar voru Auðunn Jónsson, Fannar Dagbjartsson og Alexander Ingi Olsen. Mótsstjóri var Halldór Eyþórsson. Ritarar Hulda Waage og Ingimundur Ingimundarson.

Þetta var fyrsta kraftlyftingamót sumra, bæði keppenda, starfsmanna og áhorfenda og bar mótið þess eðlilega nokkur merki, en allir kláruðu sín verkefni og áhorfendur skemmtu sér vel.

Fyrsta mót er alltaf til að læra af. Keppendur fara heim með ný verkefni, en margir þeirra eiga mörg kíló inni með bættri tækni og láta vonandi ekki hér staðar numið heldur halda áfram að bæta sig.

Mótshaldarar komu vel frá sínu og geta önnur minni félög tekið Heiðrúnarmenn til fyrirmyndar í því að sníða sér stakk eftir vexti, byrja á að setja upp lítið og einfalt mót, læra af því og bæta í næst. Blikar og Heiðrún sýna hér og sanna að tvö félög geta vel unnið saman, en það er líka áhugaverður möguleiki fyrir félög sem hafa ekki mannskap til að sjá um alla framkvæmd sjálf.

Bekkpressumót á laugardag

Laugardaginn 23.júni nk verður haldið bekkpressumót í íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ. Mótið hefst kl. 12.00 og er aðgangur ókeypis.

Keppt verður bæði með og án búnaðar og hér má sjá keppendalista: án búnaðarí búnaði.
Alls eru skráðir 20 keppendur frá 8 félögum, bæði byrjendur og afreksmenn. Meðal þeirra er Jóhanna Þórarinsdóttir sem keppir í -72,0 flokki kvenna. Hún keppir næst á EM í bekkpressu í ágúst og verður þetta mót mikilvægt tækifæri fyrir hana til að taka stöðuna í sínum undirbúningi fyrir það.
Tveir keppendur eru skráðir frá hinni nýstofnuðu kraftlyftingadeild UMF Snæfells í Stykkishólmi, en það er ánægjulegt að sjá að sífellt fleiri bætast í hópinn.

Mótshaldarar eru kraftlyftingadeild Breiðabliks og Heiðrún, kraftlyftingafélag Garðabæjar. Þeir hafa sameinað krafta sína, en þetta er í fyrsta sinn sem Heiðrúnarmenn bjóða til leiks í nýju aðstöðunni sinni í Garðabæ.

Við hvetjum alla áhugamenn um bekkpressu að leggja leið sína þangað á laugardaginn kl. 12.00 á stutt og skemmtilegt Jónsmessumót.

Keppendur kynni sér vel reglur um klæðnað og búnað. Vigtun er kl. 10.00.

Bekkpressumót – skráning hafin

23.júni nk verður haldið mikið bekkpressumót í Ásgarði í Garðabæ.

Mótanefnd hefur samþykkt breytingu á mótaskrá og ætla Kraftlyftingafélag Garðabæjar og Kraflyftingadeild Breiðabliks að sameina krafta sína og halda sameiginlegt mót þar sem keppendur geta valið um að keppa annars vegar með útbúnaði eða án.  Hið áður auglýsta mót Heiðrúnar 16.júni fellur niður.

Skráning er hafin og lýkur 2.júni. Keppnisgjald er 2500 krónur og verður að taka skýrt fram hvort viðkomandi ætlar að keppa með eða án útbúnaðar.
Félögin skrá keppendur sína á þessu eyðublaði: SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ fyrir 2.júni.
ATH: Öll skráning fer fram gegnum félögin. Hlutgengir á mótinu eru þeir sem voru skráðir iðkendur í Felix í síðasta lagi 23.maí sl.

Nánari upplýsingar hjá formönnum félaganna, Halldóri (8601191) og Alexander ([email protected])

Kópvogsmótið í bekkpressu

Þriðja Kópavogsmótið í bekkpressu fer fram í húsnæði Breiðabliks í Smáranum laugardaginn 18.júni. Mótið hefst kl. 14.00 en keppendur mæta í vigtun kl. 12.00. Ef einhverjir eiga eftir að greiða keppnisgjald verður að gera það strax. Annars er skráningin ekki gild.
Aðgangseyrir eru 500 krónur en frítt fyrir 12 ára og yngri. Veitingar verða til sölu á góðu verði.

Keppendur eru 18 að þessu sinni, og aldrei þessu vant eru konur í meirihluta. Það er ánægjuleg þróun að sífellt fleiri konur láta sér ekki nægja að æfa, heldur mæta líka í keppni og stefna markvisst á bætingar.
Gaman er að sjá Selfyssinga fjölmenna á þetta mót. Þau hafa fengið liðsstyrk þar sem Jóhanna Eivinsdóttir hefur gengið í félagið og verður áhugavert að sjá hana taka á því á bekknum eftir nokkurt hlé.
Meira er undir hjá sumum keppendum en öðrum, en meðal keppenda eru einstaklingar sem landsliðsnefndin hefur augun á. Það eru ekki mörg mót á næstunni, svo Kópavogsmótið getur skipt máli fyrir þá sem þurfa að sanna sig.

Við hvetjum alla áhugamenn um kraftlyftingar að fjölmenna í Smárann og hvetja sínar konur og menn. Þetta getur orðið spennandi keppni og skemmtilegt verður það örugglega því Blikar ætla að búa til góða umgjörð að vanda.

KEPPENDUR

KONUR

– 52,0: Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir – Ármann
– 57,0: Fanney Hauksdóttir – Ármann
– 63,0: Erla Kristín Árnadóttir – Ármann
– 72,0: Jóhanna Þórarinsdóttir  –  Breiðablik
– 72,0: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir – Ármann
– 72,0:  Hulda B Waage  –  Breiðablik
– 84,0:  Jóhanna Eivinsdóttir Christiansen  –  Selfoss
+84,0:  Lára Bogey Finnbogadóttir  –  Akranes
+ 84,0: Rósa Birgisdóttir  –  Selfoss
+ 84,0: Þóra Þorsteinsdóttir  –  Selfoss

KARLAR

– 66,0:  Sverrir Örn Gunnarsson  –  Selfoss
– 74,0: Emíl Hjaltason – Zetorar
– 83,0:  Sigurður Örn Jónsson  –  Zetorar
– 83,0: Aron Lee Duc Teitsson – Ármann
– 93,0: Kristján Sindri Nielsson – Breiðablik
– 93,0: Ingimundur Björgvinsson – Ármann
– 105,0:  Alexander Ingi Olsen  –  Garðabær
-120,0:  Daníel Geir Einarsson  –  Selfoss

Kópavogsmótið_keppendalisti

Kópavogsmótið í bekkpressu fer fram í Smáranum laugardaginn 18.júni nk.
18 keppendur eru skráðir til leiks og í þetta sinn eru konur í meirihluta, nokkuð sem verður að teljast saga til Reykjavíkur (næsta bæjar). Mótshaldari er Kraftlyftingadeild Breiðabliks og munu upplýsingar um mótið líka birtast á heimasíðu þeirra.

Eftirtaldir eru skráðir í keppnina:

KONUR

– 52,0: Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir – Ármann
– 57,0: Fanney Hauksdóttir – Ármann
– 63,0: Erla Kristín Árnadóttir – Ármann
– 72,0: Jóhanna Þórarinsdóttir  –  Breiðablik
– 72,0: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir – Ármann
– 72,0:  Hulda B Waage  –  Breiðablik
– 84,0:  Jóhanna Eivinsdóttir Christiansen  –  Selfoss
+84,0:  Lára Bogey Finnbogadóttir  –  Akranes
+ 84,0: Rósa Birgisdóttir  –  Selfoss
+ 84,0: Þóra Þorsteinsdóttir  –  Selfoss

KARLAR

– 66,0:  Sverrir Örn Gunnarsson  –  Selfoss
– 74,0: Emíl Hjaltason – Zetorar
– 83,0:  Sigurður Örn Jónsson  –  Zetorar
– 83,0: Aron Lee Duc Teitsson – Ármann
– 93,0: Kristján Sindri Nielsson – Breiðablik
– 93,0: Ingimundur Björgvinsson – Ármann
– 105,0:  Alexander Ingi Olsen  –  Garðabær
 -120,0:  Daníel Geir Einarsson  –  Selfoss

Kópavogsmótið í bekkpressu – skráning

Skráning stendur yfir á Kópavogsmótið í bekkpressu sem fer fram í Smáranum laugardaginn 18.júní á vegum kraftlyftingadeildar Breiðabliks. Skráningarfrestur er til 4.júni og keppnisgjald 2500 krónur.
Skráningareyðublaðið með öllum upplýsingum má finna hér: kop2011 (pdf) kop2011 (doc)
Halldór Eyþórsson, formaður deildarinnar svarar spurningum ef einhverjar eru. ([email protected] / 860-1191)

Fræðsluráðstefna um lyfjaeftirlitsmál

Lyfjaeftirlit Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Kraftlyftingadeild Breiðabliks halda fræðsluráðstefnu  um lyfjaeftirlitsmál – á morgun laugardaginn 16. apríl nk  kl. 16.30-19.00.
Ráðstefnan er haldin  í Veitingasalnum á 2. hæð í Aðalíþróttahúsnæði Breiðabliks,  Dalsmára 5, Kópavogi,.

Ráðstefnan er opin öllum löglegum félögum Kraftlyftingadeildar og félagsmönnum aðildarfélaga Kraftlyftingasambands Íslands sem og félagsmönnum annarra deilda Breiðabliks, eins og húsrými leyfir.

DAGSKRÁ:

I.      Setning FRÆÐSLURÁÐSTEFNU um lyfjaeftirlitsmál
II.     Fræðsluerindi hr. Örvars Ólafssonar, verkefnisstjóra Lyfjaeftirltis ÍSÍ.
III.    Fræðsluerindi hr. Skúla Skúlasonar, formanns Lyfjaráðs ÍSÍ
IV.     Fyrirspurnir áheyrenda og svör þeirra er fræðsluerindi flytja: Umræður um ályktanir
V.      Samantekt FRÆÐSLURÁÐSTEFNU um lyfjaeftirlitsmál: Niðurstöður og ályktanir
VI.     Ráðstefnuslit

Aðgangur er ókeypis. Kaffiveitingar.

KRAFT fagnar þessu framtaki Kraftlyftingadeildar Breiðabliks og hvetur félagsmenn sína til að sækja ráðstefnuna og vera vel upplýst um þessi mikilvægu mál.

Aðalfundur Kraftlyftingadeildar Breiðabliks

Aðalfundur Kraftlyftingadeildar Breiðabliks verður haldinn fimmtudaginn 10. marz 2011 – kl. 20.00, í Smáranum, Dalsmára 5, 201, Kópavogi.

DAGSKRÁ aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf – en einkum eftirfarandi:

I. Ársskýrsla formanns stjórnar Kraftlyftingadeildar fyrir liðið starfsár

II. Ársreikningur 2010 lagður fram

III.      Umræður og afgreiðsla á ársskýrslu og ársreikning

IV.      Umræður um málefni deildarinnar

V.      Kosning stjórnar:

A)      Formaður
D)      Aðrir stjórnarmenn
C)      Varamenn

VI.          Umræður um núverandi stöðu og framtíðarverkefni

VII.      Önnur mál

Stjórn Kraftlyftingadeildar Breiðabliks hvetur félagsmenn deilarinnar til að fjölmenna á aðalfund.

Kaffiveitingar á boðstólum.


Kraftlyftingadeild Breiðabliks

Kraftlyftingadeild Breiðabliks hefur tekið í notkun nýja og rúmgóða æfingaraðstöðu í Smáranum.
Þetta verður vonandi mikil lyftistöng fyrir starfið og félagsandann. Æfingartímar eru auglýstar á heimasíðu deildarinnar og hér á kraft.is undir FÉLÖG, en þar geta öll félög fengið að koma á framfæri helstu upplýsingar.
Úthlutað hefur verið úr Íþróttasjóði ríkisins kr. 200,000 til deildarinnar til frekari uppbyggingar á æfingaraðstöðu.

Við óskum Blikum til hamingju með styrkinn og aðstöðuna og vitum að þau muni nýta hvoru tveggja vel.