Ragnheiður og Sigfús bikarmeistarar

Bikarmót KRAFT fór fram í íþróttahúsi Breiðabliks í dag að viðstöddu fjölmenni.

Bikarmeistari í kvennaflokki varð Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir, Grótta, sem hlaut 465,7 stig, en í karlaflokki sigraði Sigfús Fossdal, KFV, með 536,1 stig.
Liðabikarinn fór til Gróttu. Við óskum þeim öllum til hamingju.
HEILDARÚRSLIT.
MYNDIR 

Á mótinu var kraftlyftingadeild Breiðabliks sæmd heitinu fyrirmyndarfélag ÍSÍ, en það er þriðja kraftlyftingafélagið sem nær þeim áfanga.

Bikarmót KRAFT

Bikarmót Kraftlyftingasambands Íslands verður haldið í íþróttahúsi Breiðabliks, Dalsmára 5 laugardaginn 23.nóvember. Mótið hefst kl. 10.00 með keppni í kvennaflokkum. Karlaflokkar byrja að lyfta kl. 13.30.
Aðgangur 500 krónur.

Vefútsending verður frá mótinu: http://www.ustream.tv/channel/kraftlyftingadeild-brei%C3%B0abliks

14 konur og 26 karlar eru skráðir til leiks.
KEPPENDUR

Bikarmót KRAFT – skráning hafin

Skráning er hafin á Bikarmót KRAFT 2013 sem fram fer laugardaginn 23.nóvember nk. í íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum.
SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ
Skráning skal senda á [email protected] fyrir miðnætti 2.nóvember. Frestur til að breyta skráningu og greiða keppnisgjald er til miðnættis 9.nóvember.
Athugið að skrá líka aðstoðarmenn og starfsmenn/dómara samkvæmt MÓTAREGLUM 19.grein. 

Viktor evrópumeistari drengja!

Viktor Ben Gestsson, 16ára gamall úr Breiðablik, kom, sá og sigraði í +120,0 kg flokki drengja á EM í dag.
Undir styrkri stjórn Grétars landsliðsþjálfara gerði Viktor sig lítið fyrir og lék á rússann Yakovlov sem klúðraði síðustu réttstöðulyftu sinni og missti af gullinu.
Viktor lyfti 225 – 232,5 – 242,5 í hnébeygju án þess að blása úr nös. Hann tók 180-190-200 kg álíka auðveldlega á bekknum og hafði þá fengið 18 hvít ljós. Í réttstöðu lyfti hann 230 og 240 og lagði svo allt undir með 255 í þriðju tilraun. Það reyndist of þungt og hann endaði í 682,5 kg sem er 25 kg persónuleg bæting og það dugði honum í fyrsta sætið samanlagt.

Viktor ber því titilinn Evrópumeistari í +120,0 kg flokki drengja með réttu!
Við óskum honum og hans stuðningsliði innilega til hamingju.
viktor

Æfingarmót 27.oktober

Auglýst er eftir þátttakendum á æfingarmoti sem verður haldið í húsnæði Breiðabliks laugardaginn 27.oktober nk. Á mótinu fer fram verklegi hluti dómaraprófs.
Kraftlyftingamenn hafa hér tækifæri til að koma og lyfta við keppnisaðstæður. Byrjendur geta haft gagn af því og jafnvel reyndir keppendur sem eru að undirbúa sig undir bikarmótið eða vilja nota æfingartímann sinn á þennan hátt.
Þó um æfingarmót sé að ræða verður framkvæmd og dómgæsla öll samkvæmt reglum.
Þeir sem vilja vera með tilkynni sig strax á [email protected] og gefi upp nafn, kennitölu og félag.

María og Aron Íslandsmeistarar í réttstöðulyftu

Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu fór fram á heimavelli Breiðabliks í íþróttahúsinu í Smáranum í dag. Umgjörð mótsins var góð og fjölmenni á áhorfendapöllunum.
29 keppendur mættu til leiks og hér má sjá heildarúrslit.
Stigabikar kvenna vann María Guðsteinsdóttir, Ármanni, á nýju íslandsmeti í 72,0 kg flokki. Hún lyfti 180 kg og fékk 190,58 stig. Stigarbikar karla fékk Aron L.D.Teitsson, Grótta, sem lyfti 270 kg í -83,0 kg flokki. Það er líka nýtt íslandsmet og gaf honum 182,03 stig.
Stigahæsta félagið var Grótta sem heldur forystunni í liðakeppninni.
Dómarar voru Helgi Hauksson, Halldór Eyþórsson og Gunnar Hjartarson. Mótsstjóri var Hjálti Árnason.

Við óskum nýkrýndum íslandsmeisturum og íslandsmethöfum til hamingju með daginn og Kraftlyftingadeild Breiðabliks til hamingju með flott mót.

 

Íslandsmeistaramót í réttstöðulyftu

Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu 2012 fer fram nk laugardag, 15.september í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi.
Þetta er heimavöllur Breiðabliks, en kraftlyftingadeild Breiðabliks heldur mótið.
Keppnin hefst kl. 14.00, aðgangur er ókeypis og veitingarsala verður á staðnum.
Keppendur eru 34 talsins og verður keppt í tveimur hollum, eitt kvennaholl og eitt karlaholl.
Mótið er liður í stigakeppni félaga 2012.
Upplagt að taka fjölskylduna með, mæta og hvetja sína menn!

Til keppenda: vigtun kl. 12.00

ÍM í réttstöðu – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu sem fer fram laugardaginn 15.september nk í umsjón kraftlyftingadeildar Breiðabliks. Mótið gefur stig í stigakeppni félaga.

Skráningarfrestur er til miðnættis 25.ágúst og verður engum keppendum bætt við eftir það.
Menn hafa svo frest til 1.september til að breyta um þyngdarflokk og greiða keppnisgjaldið sem er 2500 krónur. Félög innheimta gjaldið frá sínum keppendum og senda eina greiðslu inn á reikning mótshaldara.Skráning skal senda á netfangið [email protected] með afrit á [email protected] á þessu eyðublaði:
im_rettst_12  (word)
im_rettst_12 (pdf)

EM öldunga

Á morgun hefst í Plzen í Tékklandi Evrópumót öldunga í kraftlyftingum. Þrír íslenskir keppendur taka þátt.

Í -120,0 kg flokki karla M1 keppir Fannar Dagbjartsson. Í flokki -83,0 kg karla M2 keppir Halldór Eyþórsson og í flokki -66,0 kg karla M3 keppir Sæmundur Guðmundsson.  Þeir eru allir félagar í Breiðablik.

Þeir eiga allir góða möguleika á verðlaunasætum, bæði í einstökum greinum og samanlögðu.
Fannar hefur æft mjög vel og ætlar sér stóra hluti á mótinu. Í fyrra vann hann til bronsverðlauna og fékk silfur og brons í greinunum – í ár er markmiðið að bæta gull í safnið.  Halldór er í góðu formi og hefur mikla reynslu sem ætti að nýtast honum í keppni sem gæti orðið mjög spennandi, en mjög jafnt virðist vera á með mönnum í hans flokki. Í fyrra vann hann til bronsverðlauna í beygju og réttstöðu en mistókst í bekk og féll úr keppni í samanlögðu. Hann ætlar að bæta úr því í ár. Sæmundur hefur létt sig niður um flokk og er óskrifað blað í -66,0 flokki. Hann býr og æfir í Noregi og að sögn hafa æfingar gefið tilefni til bjartsýnis.

Sæmundur keppir á morgun, þriðjudag, kl. 14.00 að staðartíma.
Halldór keppir á fimmtudag kl. 10.00 og Fannar á laugardag kl. 11.00.

Heimasíða mótsins: http://www.powerlifting-czech.eu/index.html
Keppendalisti: http://goodlift.info/onenomination.php?cid=232

Við óskum þeim góðs gengis á mótinu.