María barðist um verðlaun i réttstöðu

María Guðsteinsdóttir, Ármanni, hefur lokið keppni á EM í Úkraínu. Hún vigtaðist 62,8 kg í -63,0 kg flokki.
María tók seríuna 162,0 – 100 – 177,5 = 440 kg. Réttstöðulyftan og samanlagur árangur eru ný Íslandsmet og þetta er besti árangur Maríu á stigum í langan tíma. Við óskum henni til hamingju með árangurinn og nýju metin.

Í réttstöðu lenti María í 4.sæti. Í þriðju tilraun hækkaði hún sig úr 182,5 í 185,0 í tilraun til að komast á verðlaunapallinn.  Það mistókst í dag, en það er gaman að sjá að verðlaunasæti í þessari grein er innan seilingar fyrir Maríu.

Eftir harða baráttu við Orsini frá Ítalíu sigraði Dubenskaya frá Rússlandi í flokknum. Hún lyfti 542,5 kg.

María keppir á morgun, miðvikudag

Evrópumótið í kraftlyftingum stendur nú yfir í Mariupol í Úkraínu.
María Guðsteinsdóttir, Ármanni, keppir nú á sínu þriðja Evrópumóti, en í fyrra náði hún 6.sæti í sínum flokki.

María keppir í -63,0 flokki og mætir þar 9 sterkum konum, m.a. hinni ungu Tutta Kristine Hansen sem lyfti á RIG í janúar.
María stefnir sem ætíð á bætingar, sérstaklega væntum við að sjá hana bæta sig réttstöðulyftu.

Keppni í flokknum hefst kl. 14.30 að staðartíma. Bein vefútsending og allar upplýsingar má finna hér:
http://goodlift.info/live.php

RIG – veisla fyrir íþróttaáhugamenn

Fimmtu alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir verða settir með viðhöfn á föstudaginn. Hér má sjá glæsilega dagskrá leikanna þar sem allir ættu að finna eitthvað áhugavert. http://rig.is/pdf/dagskra_rig_2012.pdf
Allra merkilegast er auðvitað Réttstöðukeppnin sem Kraftlyftingadeild Ármanns stendur fyrir annað árið í röð. Hún fer fram í Laugardalshöllinni 21.janúar og hefst kl. 14.00.
17 keppendur eru skráðir, 8 konur og 9 karlar og mæta Blikar og Selfyssingar með öflugustu liðin. KEPPENDALISTI

Þrír erlendir gestir taka þátt í mótinu og eru það keppendur sem eru þess virði að leggja leið sinni í höllina til að horfa á.
Um er að ræða Carl Yngvar Christensen, heimsmeistari  unglinga og eitt heitasta nafn í kraftlyftingaheiminum í dag, Tutta Kristine Hanssen, heimsmeistari og heimsmethafi unglinga, fyrirmynd ungra kraftlyftingakvenna víða um lönd og Kathrine Holmgård Bak, landsliðskona Dana með 202,5 kg sem persónulegt met í -72,0 kg flokki.

Þetta verður stutt, skemmtilegt og áhorfendavænt mót, upplagt fyrir þá sem vilja  kynna kraftlyftingaíþróttina fyrir forvitna vini og vandamenn.

Ármenningar eiga þakkir skildar fyrir frumkvæðið og framkvæmdin á þessu móti. Það er gaman að sjá kraftlyftingar meðal annara íþróttagreina þar sem þær eiga heima og gaman að fá aftur sterka erlenda keppendur til Íslands.
Heyrst hefur að Ármenningar ætla að einbeita sér að öðrum hlutum á næsta ári, en það væri leitt ef þessi keppni yrði tekin af mótaskrá. Vonandi snýst Ármenningum hugur, eða þá að annað félag tekur áskoruninni um að endurtaka leikinn að ári.

RIG – skráning

Skráning er hafin á fyrsta mót 2012, réttstöðumótið á Reykjavik International Games. Mótshaldari er Kraftlyftingadeild Ármanns. Um skráninguna gilda sömu reglur og um önnur mót og skulu félögin skrá keppendur sína á meðfylgjandi eyðublaði. Skráningar sendist á [email protected] og afrit á [email protected]
Skráningarfrestur er til miðnættis 7.janúar og keppnisgjald er 3000 krónur. Athugið að skrá líka aðstoðarmenn og starfsmenn á eyðublaðið.

SKRÁNING: rig2012

HM unglinga hafið

 Í dag hefst heimsmeistaramót unglinga í kraftlyftingum í Moose Jaw í Canada og stendur til 4.september. 234 ungir karlar og konur frá 29 löndum taka þátt.

Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni, keppir fyrir hönd Íslands. Honum til aðstoðar er Birgir Viðarsson.
Júlían keppir í +120 kg flokki drengja 18 ára og yngri og á góða möguleika á að vinna til verðlauna. Við óskum þeim félögum góðrar ferðar og góðs gengis á mótinu, en Júlían keppir á síðasta degi, sunnudaginn 4.september.

Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni vefútsendingu.
Heimasíða mótsins.

Ítarlegt viðtal og myndskeið með Júlían má skoða á heimasíðu Kraftlyftingadeildar Breiðabliks.

Aðalfundur Ármenninga

Aðalfundur kraftlyftingadeildar Ármanns fer fram þriðjudaginn 15.febrúar kl. 20.00 í Laugabóli.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, kosning stjórnar, stofnun foreldrafélags og önnur mál.
Allir Ármenningar mæta og taka þátt í aðalfundarstörfum.

REYKJAVIK INTERNATIONAL GAMES

Áhorfendur fylltu salinn þegar réttstöðumót Reykjavíkurleikjanna fór fram í Laugardalshöllinni í dag. 18 sterkir keppendur mættu til leiks og áhorfendur voru vel með á nótunum. Umgjörðin um mótið var til fyrirmyndar og tókst það í alla staði vel.
Í kvennaflokki sigraði hin danska Katrine Holmgård Bak. Önnur var María Guðsteinsdóttir, Ármanni og þriðja Lára Bogey Finnbogadóttir, Akranesi. Í karlaflokki sigraði Auðunn Jónsson, Breiðablik á undan Norðmennina tvo Hans Magne Bårdtvedt og Jörgen Hansen. 
Dómarar voru Helgi Hauksson, Hörður Magnússon og Guðrún Bjarnadóttir. Þulur var Klaus Jensen og ritari Helgi Briem.

Mótshaldari var kraftlyftingadeild Ármanns sem á heiður skilið fyrir vel undirbúið og framkvæmt mót. Við óskum þeim til hamingju með mótið og Reykjavík International Games til hamingju með að hafa fengið þessa íþrótt inn á dagskrá.

Mótsstjórnarkerfið Goodlift var tekið í notkun í fyrsta skipti á mótinu, en öll kraftlyftingafélögin í landinu gáfu sambandinu það í tilefni af afmæli Sigurjón Péturssonar sl sumar.