HM að hefjast

Heimsmeistaramótin í kraftlyftingum í opnum flokki karla og kvenna hefjast í Aurora í Bandaríkjunum á morgun, 3.nóvember. Þrir íslenskir keppendur taka þátt.
María Guðsteinsdóttir keppir í -72 kg flokki á fimmtudag, Auðunn Jónsson og Sigfús Fossdal keppa á laugardag. Auðunn  í -120 kg flokki og Sigfús í +120 kg flokki .
Klaus Jensen verður fulltrúi Íslands meðal dómara.

Í dag fer fram ársþing IPF. Grétar Hrafnsson situr þingið, en Sigurjón Pétursson, formaður KRAFT, er þingforseti og stýrir starfinu.
Öll mál sem verða lögð fyrir þingið má kynna sér hér:
http://powerlifting-ipf.com/fileadmin/data/Congress/AGENDA_GA_2014.pdf

Ný stjórn KRAFT

4.ársþing Kraftlyftingasambands Íslands var haldið laugardaginn 18.janúar 2014.
Ný stjórn var kjörin og hefur tekið til starfa en mun skipta með sér verkum á fyrsta fundi sínum.
Sigurjón Pétursson var endurkjörinn formaður til eins árs.
Stjórnarmenn til tveggja ára voru kjörnir Kári Rafn Karlsson, Gry Ek Gunnarsson, Sturla Ólafsson og Ása Ólafsdóttir.
Varamenn til eins árs voru kjörnir Sigfús Fossdal, Óskar Ingi Víglundsson og Einar Már Ríkarðsson.

SKÝRSLA STJÓRNAR UM STARFIÐ 2013

Kraftlyftingaþing 18.janúar 2014

4. þing Kraftlyftingasambands Íslands verður haldið laugardaginn 18.janúar 2014.
Þingið fer fram í húsi ÍSÍ við Engjavegi 6 og hefst kl. 16.00.

Málefni sem aðildarfélög eða sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu skulu tilkynnt stjórn KRA eigi síðar en 21 dögum fyrir þingið, eða 27.desember, smkv 10.gr. laga KRA. Þar má lesa allt um framkvæmd þingsins og rétt til þingsetu.

Kjörbréf munu berast sambandsaðilum í næstu viku.

Ársþingi Kraftlyftingasambandsins er lokið.

thing13Þriðja þing Kraftlyftingasambands Íslands var haldið í húsnæði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands þann 19.janúar. Fulltrúar kraftlyftingafélaga fjölmenntu á þingið sem og aðrir gestir þ.á.m. framkvædastjóri og forseti ÍSÍ, þau Líney Rut Halldórsdóttir og Ólafur Rafnsson, sem jafnframt ávarpaði þingið. Kosning formanns fór fram á þinginu og var Sigurjón Pétursson endurkjörinn formaður KRAFT til eins árs en einnig fór fram kjör varamanna í stjórn. Eftirtaldir aðilar voru kjörnir í varastjórn: Auðunn Jónsson, Óskar Ingi Víglundsson og Aron Du LeeTeitsson. Þá fór fram góð og gagnlega umræða um klassískar kraftlyftingar og fleira og í kjölfarið voru samþykktar tillögur frá Gróttu um að afreksstefna KRAFT taki mið af klassískum kraftlyftingum og lágmörk verði sett fyrir skráningu klassískra meta og fyrir landsliðhóp.

Ársþing Kraftlyftingasambands Íslands

Þing Kraftlyftingasambands Íslands er haldið í Laugardal nk. laugardag 19.janúar. Þingsetning klukkan 16.00. Dagskrá samkvæmt lögum sambandsins.
Að þessu sinni eiga 40 kjörnir fulltrúar félaga og sambandsaðila atkvæðisrétt á þinginu. Auk þeirra eiga stjórn og nefndarmenn KRAFT og fulltrúar ÍSÍ og ráðuneytisins rétt til þingsetu með málfrelsi og tillögurétt.

Ársþing KRAFT

Ársþing Kraftlyftingasambands Íslands verður haldið laugardaginn 19.janúar nk að Engjavegi 6, Reykjavík (E-sal) og hefst kl. 16.00. (ATH.BREYTT TÍMASETNING)
Kjörbréf hafa verið send til allra félaga og sambandsaðila sem eiga rétt til þingsetu.
Um rétt til þingsetu og framkvæmd þingsins má lesa í lögum sambandsins.

ÞINGGERÐ 2012

Kraftlyftingaþing 2013

Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands boðar til kraftlyftingaþings laugardaginn 19.janúar 2013.
Þingið verður haldið í fundarsal í íþróttamiðstöðinni Laugardal og hefst kl. 10.30.
Málefni sem aðildarfélög eða sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu skulu tilkynnt stjórn KRA eigi síðar en 21 dögum fyrir þingið, smkv 10.gr. laga KRA. Þar má lesa allt um framkvæmd þingsins og rétt til þingsetu.
Kjörbréf munu berast sambandsaðilum í upphafi nýs árs.