Skip to content

Styrkir vegna HM

  • by

Kraftlyftingasambandi Íslands hefur borist veglegir styrkir vegna þátttöku landsliðsins á HM í kraftlyftingum sem fram fer í Suður-Afríku í nóvember. Heildsölufyrirtækið Gunnar Eggertsson hf hefur styrkt landsliðið um 200.000 krónur og Íþróttasamband Íslands hefur lagt til flugmiða á leiðinni til og frá London.
Stjórn KRAFT þakkar styrkveitendum kærlega fyrir þetta míkilvæga framlag. 
María Guðsteinsdóttir og Auðunn Jónsson keppa fyrir hönd Íslands á HM. Klaus Jensen er aðstoðarmaður.

Leave a Reply