Skip to content

Strákarnir keppa á morgun

  • by

Á morgun lýkur Evrópumoti unglinga í kraftlyftingum með keppni í þyngstu flokkum karla og eru þrír íslenskir strákar meðal keppenda.
Viktor Samúelsson, KFA, keppir í -120 kg flokki og Júlían J. K. Jóhannsson, Ármanni og Þorbergur Guðmundsson, KDH keppa í +120 flokki.
Keppnin hefst kl. 10.00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með á netinu:
http://goodlift.info/live1/onlineside.html

Við óskum þeim öllum góðs gengis!