Skip to content

Stigakeppni liða

  • by

Árið 2010 setti stjórn KRAFT  á fót keppni um stigahæsta lið ársins til að hvetja félög til að senda keppendur á mót og þannig efla liðsandann og fjölga iðkendum.

Í fyrra hlutu 9 félög stig í keppninni og varð lið Gróttu stigahæst þriðja árið í röð. Við óskum félaginu til hamingju með það góða starf sem þar er unnið. Í tengslum við kraftlyftingaþingið sem framundan er verða afhentar viðurkenningar til liðs ársins og kraftlyftingamanna ársins 2014.

Á fundi sínum 27.nóvember sl ákvað stjórn KRAFT að breyta liðakeppninni á næsta ári. Nú verður skipt í liðakeppni karla og liðakeppni kvenna. Fjöldi móta og útreikning stiga verður áfram með sama sniði og er ÍM í bekkpressu / Reykjavíkurleikarnir fyrsta mótið í keppninni.