Skip to content

Sóttvarnarreglur

  • by

Sóttvarnarreglur KRAFT hafa verið uppfærðar miðað við reglugerð stjórnvalda 5.október sl.
Þessar reglur eru í gildi á landinu öllu NEMA á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogur, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp).
Á höfuðborgarsvæðinu gilda aðrar og strangari reglur sem miða að því að takmarka ferðir og samgang manna eins og kostur er á næstu tveimur vikum.

Reglurnar banna íþróttaiðkun og er félögum þess vegna óheimilt að hafa sínar aðstöður opnar. Þessar reglur gilda t.o.m. 19.október og verða þá endurskoðaðar.
Auk reglugerðarinnar hafa komið fram tilmæli um að einstaklingar sem búa á höfuðborgarsvæðinu haldi sig eins og kostur er heimavið og ferðir til og frá höfuðborgarsvæðinu séu lágmarkaðar, það er s.s. ekki í lagi að fara út úr borginni til að æfa annarsstaðar!
Mikilvægt er að hafa í huga hvert grundvallartakmark reglugerðarinnar er þ.e.a.s. að draga eins og hægt er úr hópamyndunum og blöndun milli ótengdra aðila. Allt miðar að því að okkar heilbrigðiskerfi standist það álag sem er á því nú og næstu vikur.

Við skulum öll vanda okkur og gera það sem við getum í þessari erfiðu stöðu til að verja eigin heilsu og annarra.