Skip to content

Sóley með gull á EM

Sóley Jónsdóttir átti góðan dag á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum, sem haldið er í Málaga á Spáni. Hún stóð uppi sem sem Evrópumeistari telpna í +84 kg flokki. Það gerði hún með nýju Íslandsmeti í samanlögðum árangri í opnum flokki, 527,5 kg.

Í hnébeygju tók Sóley gullið með 215 kg í annarri tilraun, 15 kg meira en Slóvakinn Michaela Botkova. Sóley fékk svo allar lyftur gildar í bekkpressu og lyfti mest 112,5 kg, en það er nýtt Íslandsmet telpna og í unglingaflokki (U23) og skilaði henni bronsi í greininni. Í réttstöðunni hreppti Sóley gullið með því að lyfta 200 kg í annarri tilraun. Samanlagt gerir það því 527,5 kg sem landar henni gullinu og nýju Íslandsmeti í opnum flokki!

Við óskum Sóleyju til hamingju með þennan frábæra árangur!