Skip to content

Sögulegt velgengni á HM

  • by

Landsliðshópurinn í klassískum kraftlyftingum er nú á leiðinni heim frá HM í Suður-Afríku. Árangur liðsins á mótinu er besti heildarárangur í sögu KRAFT og hefur vakið mikla athygli.
Hæst ber silfurverðlaun Kristínar Þórhallsdóttur í -84kg flokki.
Þær Kristín og Lucie Stefanikova unnu fern greinaverðlaun, tvenn silfur og tvenn bronsverðlaun.
Þær settu svo evrópumet fimm sinnum á mótinu. Kristín tvíbætti evrópumetið í hnébeygju og tvíbætti evrópumetið í samanlögðu í -84kg flokki. Lucie bætti evrópumetið í hnébeygju í -76kg flokki.
Keppendur settu samtals 17 íslandsmet.
Birgit Rós Becker, Friðbjörn Bragi Hlynsson, Alexander Örn Kárason bættu öll persónulegan árangur sinn samanlagt eða í einstökum greinum. Viktor Samúelsson tefldi aðeins of djarft og náði ekki bætingu og Arna Ösp Gunnarsdóttir náði ekki markmiðum sínum, en þau kláruðu bæði mótið með sóma að venju.
Íslensku keppendurnir skipuðu sér í 2.,8.,12.,13.,15.,17 og 17.sæti á þessu óvenju fjölmennu og sterku móti og verður það að teljast mjög ásættanlegur árangur.
IPF, Alþjóða Kraftlyftingasambandið, fagnar 50 ára afmæli sínu á þessu ári. Kraftlyftingaíþróttin heldur áfram að þróast og eflast bæði hér heima og á heimsvísu.