Skip to content

Skráningarviðmið fyrir Íslandsmet

  • by

1.janúar tekur IPF upp nýja þyngdarflokka. Um leið hefst skráning nýrra meta og gömlu metin “frystast” og geymast í sögubókum.
Nokkur munur er á hvernig landssamböndin ætla að taka á þessu máli, sum ætla að hefja metaskráningu frá núllinu eins og KRAFT gerði fyrir nokkrum árum, önnur ætla að setja lágmarksviðmið fyrir skráningu. IPF hefur birt lágmarksviðmið fyrir skráningu nýrra heimsmeta hér: http://www.powerlifting-ipf.com/fileadmin/data/rankings/WR_Standards_all.pdf 

Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands hefur ákveðið að setja lágmarksviðmið fyrir skráningu Íslandsmeta byggð á núgildandi metum. Meðalstigafjöldi gildandi meta verður reiknaður í hverjum aldursflokki fyrir sig og þau willks-stig lögð til grundvallar við útreikningu lágmarka í nýju þyngdarflokkunum. Tafla yfir lágmörkin mun birtast hér fyrir áramót.

Leave a Reply