Skip to content

Skráning hafin á ÍM í kraftlyftingum (í búnaði)

  • by

Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum í opnum flokki og Íslandsmeistaramót ungmenna og öldunga í kraftlyftingum verða haldin laugardaginn 22. apríl í Smáranum, Kópavogi, í umsjá Breiðabliks.

Skráningarfrestur er til miðnættis 1. apríl. Þá hafa félög frest til 8. apríl til að gera breytingar á þyngdarflokkum og ganga frá greiðslu keppnisgjalda.

Vakin er athygli á því að keppendur eru ekki hlutgengir á Íslandsmeistaramót nema hafa verið skráðir iðkendur í Felix í a.m.k. þrjá mánuði fyrir mótsdag. Einnig er athygli vakin á því að keppandi er ekki hlutgengur á ÍM í opnum flokki nema hafa náð lágmörkum.

Ath.: Keppandi keppir til verðlauna opnum flokki EÐA í þeim aldursflokki sem hann er skráður. Því er mikilvægt að skrá þessar upplýsingar rétt á skráningareyðublaðið.

Eyðublað: Eyðublað (PDF), Eyðublað (Word skjal)