Skip to content

Sigurjón kjörinn varaforseti IPF

  • by

Sigurjón Pétursson, formaður Kraftlyftingasambands Íslands, var kjörinn varaforseti IPF á ársþingi sambandsins í Luxembourg í dag. Sigurjón bauð sig fram gegn sitjandi varaforseta og hlaut kosningu með 34 atkvæðum gegn 13.
Sigurjón hefur undanfarin misseri þjónað sem formaður aganefndar IPF og áunnið sér traust og virðingu fyrir mikla vinnu og vönduð vinnubrögð, og skilaði það sér í þessari kosningu.
Við óskum Sigurjóni til hamingju með kjörið í trausti þess að þetta reynist heillaspor bæði fyrir iPF og Kraftlyftingasamband Íslands.