Skip to content

Sigurjón kjörinn heiðursformaður

  • by

Sigurjón Pétursson var kjörinn fyrsti heiðursformaður Kraftlyftingasambands Íslands á kraftlyftingaþingi 29.febrúar sl.
Sigurjón var mikilvægur í vinnu við stofnun sambandsins fyrir tíu árum og stýrði starfinu með öruggri hendi fyrstu árin. Hann þekkir íþróttina og umhverfi hennar bæði innanlands og á alþjóðavelli mjög vel.
Við sama tækifæri var Sigurjón sæmdur Heiðurskross ÍSÍ, en það er æðsti viðurkenning sem Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands veitir.
Við óskum honum innilega til hamingju með þennan heiður.