Skip to content

Sigurjón í heiðurshöll IPF

  • by

Sigurjón Pétursson, varaforseti IPF og heiðursforseti KRAFT, hefur verið tekinn inn í IPF Hall of Fame og var það tilkynnt á ársþingi sambandsins í nóvember.
Innan IPF hefur Sigurjón þjónað sem formaður aganefndar IPF, formaður lyfjanefndar IPF og situr nú sitt annað kjörtímabil sem varaforseti IPF þar sem hann hefur stjórnað vinnu í mörgum krefjandi málum.
Sigurjón hefur komið víðar við á sviði íþróttamála og hlotið margar viðurkenningar, m.a. Heiðurskross Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Gullmerki Handknattleikssambands Íslands.
Á myndinni er Sigurjón ásamt Gaston Parage, forseti IPF, Alþjóða kraftlyftingasambandsins.
Við óskum Sigurjóni innilega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu.