Skip to content

Sigurjón Ægir hefur lokið keppni.

Í tengslum við heimsmeistaramótið í kraftlyftingum var haldið kraftlyftingamót á vegum IPF og Special Olympics International. Sigurjón Ægir Ólafsson var fulltrúi Íslands á þessu móti og stóð sig með prýði. Sigurjón lyfti 45 kg í hnébeygju, 45 kg í bekkpressu og 85 kg í réttstöðulyftu og lyfti því samanlagt 175 kg. Þessi árangur skilaði honum 1. sætinu í sínum flokk og fékk hann að launum að hlusta á íslenska þjóðsönginn spilaðan í íþróttahöllinni í Litháen. Til hamingju Sigurjón!