Skip to content

Sigfús með nýtt Íslandsmet

  • by

Evrópumeistaramótið í bekkpressu lauk í dag með keppni í þyngstu flokkum karla. Hörð keppni var í +120,0 kg og voru Norðurlandabúar áberandi í baráttunni. Fredrik Svensson, Svíþjóð, stóð að lokum uppi sem sigurvegari með 340,0 kg.
ÚRSLIT

Sigfús Fossdal, Ísafirði, keppti fyrir Ísland og lenti í 8.sæti í flokknum. Hann opnaði á nýju Íslandsmeti, 310,0 kg og kláraði það örugglega. Önnur tilraunin, 320,0 kg, misheppnaðist og þá ákvað Sigfús að reyna við 327,5 kg í þriðju og stefna á 5-6.sæti. Miðað við æfingartölur og væntingar fyrir mótið var það ekki óraunhæf melding. Lyftan var á góðri leið þegar hann missti hana út úr ferli og náði því miður ekki að klára.
Sigfús er nú á heimleið, óneitanlega svekktur yfir að hafa ekki náð lengra, en ánægður með nýtt Íslandsmet og innkomu á alþjóðakeppnisvöllinn. Og með ný verkefni og markmið að vinna að.

Við óskum honum til hamingju með mótið og metið.