Skip to content

Sex nýjir kraftlyftingadómarar útskrifaðir.

Sex ný nöfn bættust á dómaralista KRAFT um helgina þegar þau Gísli Guðni Hall, Guðbjartur Jón Einarsson, Guðfinnur Snær Magnússon, Gunnur Vilborg Guðjónsdóttir, Kristrún Ingunn Sveinsdóttir og Stefán Gunnlaugur Jónsson luku dómaraprófi. Við óskum þeim til hamingju með áfangann og biðjum þau um leið að senda netföng sín á maria@kraft.is svo hægt sé að uppfæra dómaralistann með öllum nauðsynlegum upplýsingum.

Helgi Hauksson, Laufey Agnarsdóttir og Þórunn Brynja Jónasdóttir voru prófdómarar og Kraftlyftingadeild Ármanns lagði til aðstöðu og setti upp æfingarmót fyrir verklega hlutann.