Skip to content

Sæmundur Guðmundsson Evrópumeistari.

Sæmundur Guðmundsson tryggði sér í dag Evrópumeistaratitilinn á EM öldunga í kraftlyftingum með búnaði í aldursflokknum 7079 ára. Sæmundur sem keppti í –83 kg flokki tók seríuna 170 105 190 = 465 kg og gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í öllum greinum. Engin Íslandsmet voru skráð í þessum þyngdar- og aldursflokk og eru því allar gildar lyftur hjá honum Íslandsmet. Sannarlega frábær dagur hjá Sæmundi. Til hamingju með Evrópumeistaratitilinn og metin!