Skip to content

RIG – veisla fyrir íþróttaáhugamenn

  • by

Fimmtu alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir verða settir með viðhöfn á föstudaginn. Hér má sjá glæsilega dagskrá leikanna þar sem allir ættu að finna eitthvað áhugavert. http://rig.is/pdf/dagskra_rig_2012.pdf
Allra merkilegast er auðvitað Réttstöðukeppnin sem Kraftlyftingadeild Ármanns stendur fyrir annað árið í röð. Hún fer fram í Laugardalshöllinni 21.janúar og hefst kl. 14.00.
17 keppendur eru skráðir, 8 konur og 9 karlar og mæta Blikar og Selfyssingar með öflugustu liðin. KEPPENDALISTI

Þrír erlendir gestir taka þátt í mótinu og eru það keppendur sem eru þess virði að leggja leið sinni í höllina til að horfa á.
Um er að ræða Carl Yngvar Christensen, heimsmeistari  unglinga og eitt heitasta nafn í kraftlyftingaheiminum í dag, Tutta Kristine Hanssen, heimsmeistari og heimsmethafi unglinga, fyrirmynd ungra kraftlyftingakvenna víða um lönd og Kathrine Holmgård Bak, landsliðskona Dana með 202,5 kg sem persónulegt met í -72,0 kg flokki.

Þetta verður stutt, skemmtilegt og áhorfendavænt mót, upplagt fyrir þá sem vilja  kynna kraftlyftingaíþróttina fyrir forvitna vini og vandamenn.

Ármenningar eiga þakkir skildar fyrir frumkvæðið og framkvæmdin á þessu móti. Það er gaman að sjá kraftlyftingar meðal annara íþróttagreina þar sem þær eiga heima og gaman að fá aftur sterka erlenda keppendur til Íslands.
Heyrst hefur að Ármenningar ætla að einbeita sér að öðrum hlutum á næsta ári, en það væri leitt ef þessi keppni yrði tekin af mótaskrá. Vonandi snýst Ármenningum hugur, eða þá að annað félag tekur áskoruninni um að endurtaka leikinn að ári.

Tags:

Leave a Reply