Skip to content

RIG – bekkpressa – úrslit

  • by

rigKeppt var í bekkpressu á Reykjavíkurleikunum í dag.
Í kvennaflokki sigraði hin hollenska Ielja Strik sem lyfti 160 kg í +84 kg flokki. Hún fékk 139,9 stig.
Fast á hæla henni kom Fanney Hauksdóttir, Gróttu, með 139,4 stig, en í þriðja sæti hafnaði Helga Guðmundsdóttir, Breiðablik, með 116,7 stig.
Í karlaflokki sigraði Kim-Raino Rølvåg frá Noregi sem lyfti 232,5 kg í -74 kg flokki og hlaut 168,2 stig. Í öðru sæti kom Viktor Samúelsson, KFA, með 161,5 stig og í þríðja sæti Aron Teitsson, Gróttu, með 143,8 stig.