Skip to content

RIG 2019

  • by

Nú er að hefjast hin árlega íþróttahátíð Reykjavik International Games og er dagskráin glæsileg og fjölbreytt að vanda.
Hér má skoða nánar. https://www.rig.is/
Kraftlyftingamótið er á dagskrá sunnudaginn 27.janúar nk og hefst kl. 14.00 í Laugardalshöll. Keppni í ólympískum lyftingum fer fram á undan og hefst kl. 10.00.
Aðgangseyrir er 1000 krónur fyrir 15 ára og eldri.
Meðal keppenda eru tveir ríkjandi heimsmeistarar, evrópumeistari, fjórir heimsmethafar og kraftlyftingakarl og -kona Evrópu 2018. Meðal íslensku keppendanna má finna suma af okkar reyndustu og bestu keppendur við hliðina á ungum og upprennandi framtíðarmönnum, en átta félög eiga keppendur á mótinu. 
Þetta mega menn ekki láta fram hjá sér fara!

KONUR:
Arna Ösp Gunnarsdóttir – 1995 – MOS – 358@-63kg
Bonica Brown – 1988 – USA – 671,5@+84kg
Joy Nnamani – 1992 – GBR – 440@-57kg
María Guðsteinsdóttir – 1970 – ÁRM – 326@-57kg
Ragnheiður Kr Sigurðardóttir – 1981- KFR – 370@-57kg
Þórunn Brynja Jónasdóttir – 1974 – ÁRM – 337,5@-72kg
Rakel Jónsdóttir – 1981 – ÁRM – 345@-84kg
Kristín Þ Sonnentag – 1991 – ÁRM – 382,5@+84kg

KARLAR:
Aron Friðrik Georgsson – 1989 –  STJ –  750,5@-120kg
Erik Røen – 1996 – NOR – 850@+120kg
Friðbjörn Bragi Hlynsson – 1991 –  MOS -620@-83kg
Guðfinnur Snær Magnússon – 1997 – BRE – 725@+120kg
Halldór Jens Vilhjálmsson – 1996 – MAS – 637,5@-105kg
Ingvi Örn Friðriksson – 1994 – KFA – 737,5@-105kg
Júlían J K Jóhannsson – 1993 – ÁRM – 912,5@+120kg
Krzysztof Wierzbicki –  1990 – POL – 890@-105kg
Muggur Ólafsson -1996 – STJ – 547,5@-74kg
Svavar Örn Sigurðsson – 1999 – AKR – 580@-74kg