Skip to content

REYKJAVIK INTERNATIONAL GAMES

  • by

Áhorfendur fylltu salinn þegar réttstöðumót Reykjavíkurleikjanna fór fram í Laugardalshöllinni í dag. 18 sterkir keppendur mættu til leiks og áhorfendur voru vel með á nótunum. Umgjörðin um mótið var til fyrirmyndar og tókst það í alla staði vel.
Í kvennaflokki sigraði hin danska Katrine Holmgård Bak. Önnur var María Guðsteinsdóttir, Ármanni og þriðja Lára Bogey Finnbogadóttir, Akranesi. Í karlaflokki sigraði Auðunn Jónsson, Breiðablik á undan Norðmennina tvo Hans Magne Bårdtvedt og Jörgen Hansen. 
Dómarar voru Helgi Hauksson, Hörður Magnússon og Guðrún Bjarnadóttir. Þulur var Klaus Jensen og ritari Helgi Briem.

Mótshaldari var kraftlyftingadeild Ármanns sem á heiður skilið fyrir vel undirbúið og framkvæmt mót. Við óskum þeim til hamingju með mótið og Reykjavík International Games til hamingju með að hafa fengið þessa íþrótt inn á dagskrá.

Mótsstjórnarkerfið Goodlift var tekið í notkun í fyrsta skipti á mótinu, en öll kraftlyftingafélögin í landinu gáfu sambandinu það í tilefni af afmæli Sigurjón Péturssonar sl sumar. 

Tags:

Leave a Reply