Skip to content

Réttstöðumót RIG – úrslit

  • by

Réttstöðumót kraftlyftingadeildar Ármanns haldið í tengslum við Reykjavíkurleikana lauk fyrir stundu.
Bæði keppendur og áhorfendur skemmtu sér vel, enda míkið fjör í salnum og sterkir keppendur á pallinum.
Í kvennaflokki sigraði Kathrine Holmgaard Bak, alveg eins og í fyrra. Hún lyfti 190 kg og hlaut 202,4 stig.
Í öðru sæti kom svo Tutta Kristine Hansen með 180,0 kg og 200,2 stig, en hún missti 185 í þriðju tilraun.
María Guðsteinsdóttir varð í þríðja sæti á nýju Íslandsmeti 177,5 kg.
Jóhanna Eivindsdóttir og Rósa Birgisdóttir frá Selfossi settu báðar réttstöðumótsmet í sínum flokkum.

Í karlaflokki kom Carl Yngvar Christensen, lyfti og sigraði. Hann bætti sinn besta árangur og lyfti 370,0 kg við míkinn fögnuð viðstaddra. Honum tókst að smeygja sér fram hjá Kathrine á stigatöflunni með 202,6 stig.
Lárus Ívar Ívarsson, Ármanni, varð í öðru sæti á 270,0 kg sem er frábær bæting hjá honum. Hann lyfti í -105,0 kg flokki og hlaut 163 stig. Þriðji var Ari Kárason, Grótta, sem lyfti 235,0 kg í -93 flokki og hlaut 148,4 stig.

Dómarar á mótinu voru Helgi Hauksson, Hörður Magnússon og Guðrún Bjarnadóttir. Þulur var Klaus Jensen.

HEILDARÚRSLIT MÁ SJÁ HÉR

Tags:

Leave a Reply