Skip to content

Réttstöðumót Reykjavík International Games

  • by

Fyrsta mót ársins 2012 er Réttstöðumót Reykjavík International Games sem nú verður haldið í annað sinn. Mótið fer fram þann 21.jan. og er hluti af íþróttaleikum þar sem keppt er í mörgum íþróttagreinum s.s. frjálsum, sundi, fimleikum og kraftlyftingum, svo eitthvað sé nefnt. Réttstöðumótið í ár verður með svipuðu móti og í fyrra og hefur erlendum heimsklassa keppendum verið boðið á mótið. Tveir keppendur hafa þegið boð okkar en það eru þau Tutta Kristine Hansen og Carl Yngvar Christensen, bæði frá Noregi. Með þeim í för verður norski landliðsþjálfarinn Dietmar Wolf. Tutta sem keppir í -63 kg flokki er tvöfaldur heimsmeistari unglinga (2010 og 2011) og Evrópumeistari unglinga (2010). Hún er jafnframt heimsmethafi unglinga í bekkpressu og samanlögðum árangri. Carl Yngvar +120 kg flokki kannast einnig margir við, en hann er líka einn sá sterkasti í heiminum í kraftlyftingum. Hann er Evrópu- og heimsmeistari unglinga 2011 og á Evrópumet unglinga í hnébeygju 425 kg. Það er gaman að fá svona góða keppendur til landsins og viljum við því hvetja sem flesta til að vera með á mótinu. Skráning byrjar fljótlega og verður auglýst hér. Nánari upplýsingar um leikana má finna á www.rig.is

Leave a Reply