Skráning stendur yfir á Réttstöðumót Reykjavík International Games sem fram fer í Laugardalshöllinni þann 15.jan 2011. Á leikunum er keppt í fjölmörgum íþróttagreinum, s.s. frjálsum, sundi, fimleikum svo eitthvað sé nefnt, en þetta er í fyrsta sinn sem kraftlyftingar eru með.
Það er Kraftlyftingadeild Ármanns sem er mótshaldari og hefur deildin boðið nokkrum erlendum keppendum að taka þátt. Frá Danmörku kemur ein kona sem vann til bronsverðlauna í réttstöðu á síðasta Evrópumeistaramóti. Einnig koma tveir keppendur í karlaflokki frá Noregi og hefur annar þeirra unnið bæði brons og silfur á HM unglinga. Það er ekki oft sem íslenskir keppendur fá að keppa á móti erlendum íþróttamönnum og því um að gera að nota tækifærið.
Keppnisgjald er 3000 kr. en skráningu lýkur á miðnætti 1.jan.
Skráningareyðublað: rig10
Athugið að keppt er skv. nýju þyngdarflokkunum. Nánari upplýsingar á http://www.rig.is/og hjá mótshaldara isolda@simnet.is Fylgist líka með okkur á facebook http://www.facebook.com/home.php#!/pages/Deadlift-Meet-Reykjavik-International-Games/135774523147133