Skip to content

Ragnheiður og Sigfús bikarmeistarar

  • by

Bikarmót KRAFT fór fram í íþróttahúsi Breiðabliks í dag að viðstöddu fjölmenni.

Bikarmeistari í kvennaflokki varð Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir, Grótta, sem hlaut 465,7 stig, en í karlaflokki sigraði Sigfús Fossdal, KFV, með 536,1 stig.
Liðabikarinn fór til Gróttu. Við óskum þeim öllum til hamingju.
HEILDARÚRSLIT.
MYNDIR 

Á mótinu var kraftlyftingadeild Breiðabliks sæmd heitinu fyrirmyndarfélag ÍSÍ, en það er þriðja kraftlyftingafélagið sem nær þeim áfanga.