Skip to content

Ragna Kristín með íslandsmet

Ragna Kristín Guðbrandsdóttir keppti í dag á HM í klassískum kraftlyftingum sem fer fram í Calgary, Kanada. Hún keppti í -63kg flokki stúlkna og var stefnan sett á bætingar. Hún lyfti 125kg í hnébeygjunni. Hún var í hörkubaráttu við 130kg lyftu þegar stangarmenn gripu óvart inní. Hún fékk þá annað tækifæri til þess að lyfta 130kg en því miður var brunnurinn tæmdur í fyrri lyftuna. Í bekkpressunni lyfti hún 65kg sem er jöfnun á hennar besta árangri. Hún fór svo alla leið í réttstöðulyftunni og lauk mótinu á 130kg lyftu sem er nýtt íslandsmet í stúlknaflokki. Þetta gaf henni 320kg í samanlögðu og nýtt íslandsmet í samanlögðu. 3 íslandsmet, ekki amarlegur dagur það.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni til hamingju með árangurinn!

Ragna með 130kg réttstöðulyftu. Léttvigt í hennar höndum.

Á morgun lyftir svo Matthildur Óskarsdóttir. Hún keppir í -72kg unglinga og hefur hún keppni klukkan 15:00 á íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu hér. Kraftlyftingasambandið óskar henni auðvitað góðs gengis á morgun. Mælum við að sem flestir horfi á útsendinguna og hvetji hana heima í stofu.