Skip to content

Pedro De Oliveira með persónulegar bætingar á EM unglinga.

Pedro Monteiro De Oliveira hefur lokið keppni á EM unglinga í klassískum kraftlyftingum þar sem hann keppti í -83 kg flokki sem er langfjölmennasti þyngdarflokkurinn. Pedro byrjaði mótið vel og náði af mikilli hörku að lyfta 207.5 kg í hnébeygju og tryggði sér 17.5 kg bætingu á sínum besta árangri í greininni. Í bekkpressu lyfti hann 125 kg og var aðeins frá sínu besta, enda enn að ná sér eftir axlarmeiðsli. Í réttstöðulyftu fór hann upp með 235 kg og lyfti því samanlagt 567.5 kg sem er 4.0 kg bæting hjá honum í samanlögðum árangri. Við óskum Pedro til hamingju með árangurinn og góða innkomu á stóra sviðið.