Íslendingar í Afríku

HM unglinga í kraftlyftingum fer fram í Potchefsroom í Suður Afríku dagana 2.-8.september. Íslendingar eiga einn fulltrúa þar að þessu sinni og það er Guðfinnur Snær Magnússon, með honum í för er svo Auðunn Jónsson.
Strákarnir eru mættir og er létt yfir þeim, gefum Guffa orðið;

“Það er hrikalega gott hérna úti 30 stig og ekki ský á himni, er að fara taka síðustu æfingu fyrir mót núna, bara létt hreyfing. Keppi síðan kl 12:00 á íslenskum tíma á laugardaginn. Andinn er hrikalegur í Suður Afríku”

Við óskum Guffa að sjálfsögðu góðs gengis og hægt er að fylgjast með mótinu hér;

https://www.powerlifting-ipf.com/media/livestream.html

ÍM unglinga og öldunga í klassískum kraftlyftingum og bekkpressu – Úrslit

Íslandsmót unglinga og öldunga í klassískum kraftlyftingum og bekkpressu var haldið um helgina á Akureyri.

Alls mættu 27 keppendur til leiks í kraftlyftingum og svo 10 keppendur í bekkpressuna.

Fjöldi meta féll bæði í opnum flokki og aldurstengdum flokkum og má sjá þau sem og úrslit mótanna hér fyrir neðan.

Kraftlyftingasambandið óskar öllum keppendum til hamingju með árangurinn.

Úrslit í klassískum kraftlyftingum

Úrslit í klassískri bekkpressu

Keppendur bekkpressumótsins – Með bros á vör eftir átök dagsins!

Fanney með silfur í bekkpressu

Fanney Hauksdóttir keppti í dag á Evrópumóti í klassískri bekkpressu sem fer fram í Merignac, Frakklandi.

Fanney lyfti seríunni 107,5kg – 110kg – 112,5 kg. Allar lyftur gildar og gaf lokalyftan 112,5 henni silfurverðlaunin í -63kg flokki kvenna. Sú lyfta er jöfnun á hennar besta árangri á alþjóðamóti og aðeins 0,5kg undir íslandsmeti hennar.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni innilega til hamingju með árangurinn.

Fanney með silfurverðlaun um hálsinn. Með henni á myndinni er faðir hennar Haukur.

Ný landsliðslágmörk

Kraftlyftingaþing 2018 kaus nefnd sem fékk það hlutverk að gera tillögu að nýjum lágmörkum til landsliðsþátttöku. Nefndin skilaði tillögum sínum á tilsettum tíma og voru þær ræddar ítarlega á formannafundi í vor.
Stjórn hefur samþykkt ný lágmörk byggð á tillögum nefndarinnar og taka þau gildi 1.janúar nk, s.s. við val í landslið 2019. Önnur skilyrði við valið, s.s. fjöldi móta, eru óbreytt.
Reiknað er meðaltal af 15 efstu keppendum á heimslista 2017 í hverjum flokki fyrir sig og er sú tala lögð til grunn. 100% af grunntölu setur keppandi í afreksmannahóp. 90% gefur þátttökurétt á HM, 85% á EM og 80% á svokölluð C-mót.
Grunntalan verður uppreiknuð aftur eftir tvö ár.
Stjórnin ætlar að taka sér tíma til 1.september að fara betur yfir tölurnar í aldurstengdum flokkum en þær verða birtar um leið og þær liggja fyrir.

AFREKSMÁL

ÍM – tímaplan

Íslandsmeistaramótin í klassískum kraftlyftingum og bekkpressu í aldurstengdum flokkum fara fram á Akureyri dagana 11 og 12 ágúst nk.
Vigtun kl 12.00 báða dagana – keppni hefst kl. 14.00 en mótið er haldið í húsnæði KFA, Austursíða 2.

Keppendum er skipt í þrju holl á laugardeginum
Holl 1 – allir keppendur í unglinga og drengja-/stúlknaflokkum
Holl 2 – konur öldungaflokki 1
Holl 3 – konur og karlar í öðrum öldungaflokkum

Dómarar
Laugardag:
Ása Ólafsdóttir KFR, Júlían J K Jóhannsson Ármanni, Gry Ek Ármanni, Alex Cambray KFA.
Sunnudag:
Júlían J K Jóhannsson Ármanni, Hulda B Waage KFA, Aron Ingi Gautason KFA.

ÍM í réttstöðulyftu – Úrslit

Grétar Skúli Gunnarsson mótshaldari skrifar:

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramótið í Réttstöðulyftu. Mótið var haldið á Sauðárkróki í tengslum við Landsmót UMFÍ og fór mótið fram í Reiðhöllinni.

Í kvennaflokki var það Kara Gautadóttir (KFA) lyfti 155,0 kg í 57.0kg flokki, en það er nýtt Íslandsmet ungmenna (u23). Fyrir þessa lyftu hlaut hún 180,73 stig og var stigahæst í kvennaflokki. Í öðru sæti var Arna Ösp Gunnarsdóttir sem lyftir fyrir Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar en hún lyfti 157.5kg í -63,0 kg fl. og hlaut 169.16 stig. Þriðja sæti var Sóley Margrét Jónsdóttir (KFA) sem lyfti 195,0 kg í +84kg fl. og hlaut 165.91 stig.

Í karlaflokki tefldi Kraftlyftingafélag Akureyrar fram sína tvo bestu menn, þá Þorberg Guðmundsson og Viktor Samúelsson. Þeir hjóu hart að hvort öðrum og gerði Viktor sig líklegan til sigurs með því að lyfta 330,0 kg sem er töluverð bæting í síðustu lyftu en var dæmd af 2-1 vegna tæknigalla. Þorbergur lyfti á eftir honum í 332,5 kg sem gaf honum 183,87 stig. Viktor var í öðru sæti með 315.0 kg og 181,47 stig. Karl Anton Löve frá KFA var í þriðja sæti með 265.0 kg í -93kg fl. og 166.76 stig.

Töluvert af Íslandsmetum og tilraunum til Íslandsmeta voru á mótinu, en helst má þá nefna íslandsmet Köru Gautadóttir (KFA) þar sem hún lyfti 155.0kg í þriðju tilraun. Hilmar Símonarson frá Kraftlyftingafélagi Ólafsfjarðar reyndi einnig við 210.0 kg í -66kg fl. sem hefði verið 2.0 kg bæting á hans egins íslandsmeti í flokknum.

Stigahæsta lið mótsins í bæði karla- og kvennaflokki var Kraftlyftingafélag Akureyrar.

 

FULL ÚRSLIT

ÍM í réttstöðulyftu – tímaplan

Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu fer fram í Reiðhöllinni á Sauðárkróki laugardaginn 14.júlí nk í tengslum við Landsmót UMFÍ.
Vigtun hefst kl. 12.00 og keppni 14.00
Skráðir keppendur er 28 og verður skipt í tvö holl.

Dómgæslu annast Róbert Kjaran, Breiðablik, Júlían J K Jóhannsson, Ármanni og Einar Birgisson, KFA.

Landsliðsval – seinni hluta árs

Landliðsnefnd hefur gengið frá skipan landsliðsins seinni hluta árs.

EM í klassískri bekkpressu
Fanney Hauksdóttir -63 kg

HM junior/subjunior
Guðfinnur Snær Magnússon +120 kg jr

Arnold Classic
Ingimundur Björgvinsson -105 kg

Vestur Evrópumótið í klassískum kraftlyftingum

Elín Melgar Aðalheiðardóttir -63 kg
Arnhildur Anna Árnadóttir -72 kg
Ragnheiður Kr Sigurðardóttir -63 kg
Ellen Ýr Jónsdóttir -84 kg
Ingvi Örn Friðriksson -105 kg
Aron Friðrik Georgsson -120 kg
Viktor Samúelsson -120 kg

Vestur Evrópukeppni í kraftlyftingum
Hulda B Waage -84 kg
Alex Cambray Orrason -105
Þorbergur Guðmundsson +120 kg

HM öldunga í kraftlyftingum
María Guðsteinsdóttir -57

EM í bekkpressu
Fanney Hauksdóttir -63 kg

HM í kraftlyftingum
Sóley Magrét Jónsdóttir +84 kg
Viktor Samúelsson -120 kg
Júlían J K Jóhansson +120 kg

EM í klassískum kraftlyftingum
Ragna K Guðbrandsdóttir -63 kg subjr
Arna Ösp Gunnarsdóttir -63 jr
Matthildur Óskarsdóttir -72 kg jr
Ragnheiður Kr Sigurðardóttir -57 kg
Arnhildur Anna Árnadóttir -72 kg
Ellen Ýr Jónsdóttir -84 kg
Rósa Birgisdóttir +84 kg