ÍM – keppendur

Skráningu er lokið á Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum sem fer fram í Kópavogi 21.mars nk

KEPPENDUR

Þátttökugjaldið er 7500 kr og skal greitt inn á rkn 0130-26-090909 / kt 530309-0100 fyrir miðnætti 7.mars til að skráning taki gildi.

Kraftlyftingaþing 2020

10.ársþing Kraftlyftingasambands Íslands verður haldið í Reykjavík á laugardaginn 29.febrúar og hefst kl. 14.00
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Byrjendamót – úrslit

Fjölmennt og skemmtilegt byrjendamót var haldið í dag í Njarðvíkum og luku sautján keppendur keppni, tólf konur og fimm karlar.
Keppendur voru á öllum aldri, vel undirbúnir og vel studdir af sínum félögum.
Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu hjá þessu efnilegu fólki.
ÚRSLIT

Dómaraprófið sem átti að fara fram í tengslum við mótið þurfti því miður að fella niður vegna ónógrar þátttöku.

Kátir keppendur að loknu móti. Með á myndinni er Ellert Björn Ómarsson, formaður Massa.

ÍM í kraftlyftingum, allir aldursflokkar – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum sem haldið verður í Smáranum í Kópavogi 21.mars nk.
Um er að ræða ÍM í búnaði bæði í opnum og aldurstengdum flokkum unglinga og öldunga.
Um þetta mót gildir sú regla að keppendur þurfa að hafa verið skráðir iðkendur í amk þrjá mánuði fyrir mótsdag.

Skráningarfrestur er til miðnættis 29.febrúar. Frestur til að breyta skráningu og greiða gjaldið er til 7.mars.

Félög skulu senda skráningu á [email protected] með afrit á [email protected]
Í skráningu skal koma fram nafn og kennitala keppenda, þyngdarflokkur og aldursflokkur sem viðkomandi ætlar að keppa í. Sami keppandi getur ekki keppt bæði í opnum og aldurstengdum flokki. .
Nafn félags og ábyrgðarmanns skráningar þarf líka að koma fram.

Þátttökugjaldið er 7000 kr og skal greitt inn á rkn 0130-26-090909 / kt 530309-0100 fyrir miðnætti 7.mars til að skráning taki gildi.

Til keppenda á byrjendamótinu

Einn keppenda á byrjendamótinu í Njarðvíkum er haldinn hættulegu bráðaofnæmi við kjúklingakjöti.
Það eru vinsamleg tilmæli til annara keppenda að velja eitthvað annað en kjúkling í nesti þennan dag.
Óskum öllum góðs gengis!

Dómari óskast

Dómara vantar á byjendamótið í Njarðvíkum 22.febrúar nk
Vigtun er kl. 12.00 og mótið hefst kl 14.00
Ef þú getur aðstoðað hafðu samband sem fyrst við Ellert í [email protected] eða 662 6936.

Kraftlyftingaþjálfari 1 – skráning

Tekið er við skráningum á námskeiðið Kraftlyftingaþjálfara 1 – félagsþjálfara.
Til að taka þátt þurfa menn að vera skráðir í kraftlyftingafélagi, hafa meðmæli síns félags og hafa lokið Þjálfara 1 – almennur hluti á vegum ÍSÍ.

NÁMSKRÁ OG UPPLÝSINGAR

Námskeiðið er 60 kennslustundir kenndar á þremur helgum í mars – maí, byrjum 7-8 mars.
Pláss er fyrir átta nemendur á námskeiðið sem kostar 30 000 kr, innifalið eru öll námsgögn og léttar máltíðir. .
Skráningafrestur er til 2.mars
Félög sendi skráningu til [email protected] merkt tjalfari1
Í skráningu þarf að koma fram fullt nafn og kennitala, símanúmer og netfang viðkomandi. Fylgja þarf ljósrit af skírteini eða önnur staðfesting á að viðkomandi hafi lokið Þjálfari 1 – almennur hluti frá ÍSÍ. .
Spurningum svarar Gry – [email protected] – 8939739

Æfingarmót og dómarapróf

Skráningu er lokið á æfingarmótið sem fram fer að Norðurstíg 2, Njarðvíkum 22.febrúar nk
KEPPENDUR
Vigtun verður klukkan 12.00. Mótið hefst kl. 14.00

Þrjú eru skráð í dómaraprófið sem fer fram á sama stað.
Skriflegt krossapróf kl. 10.00 – 11.00
Kandidatar sjá svo um vigtun og dómgæslu á mótinu.
Upplýsingar um prófið, lesefni o.a. veitir Helgi Hauksson [email protected]

Breyting á mótaskrá

Stjórn KRAFT hefur samþykkt tvær breytingar á mótaskrá 2020.
Íslandsmeistaramótin í klassískri bekkpressu og bekkpressu fara fram í Garðabæ 30. og 31 maí.
Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu fer fram í Kópavogi 27.júní.