ÍM í oktober – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótin í kraftlyftingum og í klassískri bekkpressu.
Mótin fara fram dagana 12. og 13. oktober nk á Akureyri.
Skráningarfrestir eru til 21. og 22. september nk.
Athugið að á íslandsmeistaramót gildir sú regla að keppendur þurfa að hafa verið félagsskráðir amk þrjá mánuði fyrir mót.
Minnum félög á að skrá dómara líka í samræmi við 22.grein í reglugerð um kraftlyftingakeppni.

ÍM – tímaplan

Íslandsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum fer fram í íþróttahúsi Stjörnunnar laugardaginn 14.september nk.
KEPPENDUR
ATH:
Á mótinu verður keppandi með bráðahnetuofnæmi. Við biðjum keppendur vinsamlega að taka tillit til þess og velja hnetulaust nesti.

Skipting og tímasetning verður sem hér segir: l:
Holl 1 – konur 57 – 72
Holl 2 – konur -84 og +84
Vigtun kl. 08.00 – keppni hefst kl. 10.00

Holl 3 – karlar 74 – 93
Holl 4 – karlar 105 – 120+
Vigtun kl. 11.30 – keppni hefst kl. 13.30

ÍM í bekkpressu fer fram sunnudaginn 15.september
KEPPENDUR

Allir keppendur mæti í vigtun kl 10.00. Keppni hefst kl. 12.00

Góður árangur á WEC

Vesturevrópumótin í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum fóru fram sl helgi á Ítalíu. Öflugur hópur keppenda mætti til leiks frá Íslandi og gerðu góða hluti.

Í klassískum kraftlyftingum kepptu tvær konur og bættu sig báðar verulega.
Arna Ösp Gunnarsdóttir lenti í 6.sæti í -63 kg flokki með tölurnar 137,5-80-175-392,5 kg. Það er 20 kg persónuleg bæting og hnébeygjan, réttstaðan og samanlagður árangur eru ný Íslandsmet.
Birgit Rós Becker mætti til leiks eftir barnseign og lenti í 8.sæti í -84 kg flokki með tölurnar 170-82,5-170-422,5 en það er 27,5 kg bæting á hennar besta árangri í þessum flokki.
Í karlaflokki voru fjórir keppendur.
Friðbjörn Bragi Hlynsson keppti í fyrsta sinn á alþjóðavelli og lenti í 6.sæti í -83 kg flokki með tölurnar 222,5-155-265-642,5 .
Ingvi Örn Friðriksson lenti í 4.sæti í -105 kg flokki með tölurnar 275-157,5-295-727,5 kg.
Viktor Samúelsson lyfti 285-202,5-290-777,5 í -120kg flokki en það dugði honum í 4.sætið í flokknum.
Aron Friðrik Georgsson kom fast á hæla honum í 5.sætið í flokknum með seríuna 282,5-190-285-757,5, en réttstaðan er persónuleg bæting hjá honum.
Frammístaða strákana færði þeim þriðja sætið í liðakeppni karla á mótinu.

Þrír karlar kepptu í búnaði.
Aron Ingi Gautason varð í 2.sæti í -74 kg flokki þegar hann lyfti 260-150-225-635 kg
Alex C Orrason hreppti titilinn í -105 kg flokki með tölurnar 332,5-245-265-842,5 kg og í +120 kg flokki vann Þorbergur Guðmundsson gullið með seríuna 352,5-235-300-887,5 kg.

Við óskum þeim öllum til hamingju með verðlaun, íslandsmet og persónulegar bætingar.

HEILDARÚRSLIT MÓTANNA

Vesturevrópumeistarinn í -105 kg flokki karla, Alex C Orrason

Guðfinnur með silfur

Guðfinnur Snær Magnússon keppti í dag á HM unglinga í kraftlyftingum sem fer fram í Regina, Kanada. Hann keppir í +120kg flokki unglinga (19-23 ára) en Guðfinnur hefur verið lengi í kraftlyftingum og er þaulreyndur keppandi.

Því miður gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni hjá honum í dag. Styrkurinn var góður en lyfturnar voru dæmdar af á tæknigalla. Þá var það bekkpressan en þar lyfti hann 285kg sem gaf honum silfrið í flokknum og er það persónuleg bæting. Svo kláraði hann mótið á 290kg réttstöðulyftu sem var einnig silfurlyfta. Því var ekki allt ónýtt þótt beygjan hefði farið í vaskinn og kemur Guðfinnur heim með tvo silfurpeninga af mótinu.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar honum innilega til hamingju með árangurinn!

Guðfinnur Snær í andanum! – Mynd úr safni

Leiðrétt kennitala

Til þeirra sem ætla að greiða keppnisgjöld fyrir mótin í september:
Kennitala kraftlyftingadeildar Stjörnunnar hefur misritast í skráningareyðublaðinu.
Rétta talan er 470211 -1560.
Reikningsnúmer er 546-14-404020
Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

Sóley með heimsmeistaratitil

Sóley Margrét Jónsdóttir keppti í dag á HM unglinga í kraftlyftingum sem fer fram í Regina, Kanada. Sóley keppir í +84kg flokki stúlkna (14-18 ára) og er hún núverandi evrópumeistari í stúlknaflokki og var því víst að hún gæti verið til alls vís.

Í hnébeygjunni lyfti hún 255kg og tók þar örugglega gullið í hnébeygjunni með 25kg forskot á næsta keppanda. Í bekkpressunni lyfti hún 160kg og tók einnig gullið þar sem og íslandsmet. Þá kom að réttstöðulyftunni og lyfti hún þar 207,5 kg og þriðja gullið í höfn þar. Þetta gaf henni samanlagt 622,5kg og auðvitað gullið í flokknum.

Sóley hampar þar með heimsmeistaratitli stúlkna og má til gamans geta að hún var með hærra í samanlögðu en sigurvegarinn í aldursflokkinum fyrir ofan (19-23 ára)

Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni innilega til hamingju með árangurinn!

Sóley með 4 gullpeninga um hálsinn. Frábær árangur!

Karl Anton hefur lokið keppni

Karl Anton Löve keppti í gær á HM unglinga sem fer fram í Regina, Kanada. Karl Anton keppir í -93kg flokki unglinga (19-23 ára). Karl er þaulvanur keppandi og mætti greinilega í góðum anda í mótið.

Í hnéybeygjunni lyfti hann 332,5kg, í bekkpressunni lyfti hann 220kg og í réttstöðulyftunni lyfti hann 277,5kg. Þetta gaf honum 830kg í samanlögðu og 6. sætið í hans flokki.

Karl Anton í hnébeygju! – Mynd úr safni

Kara hefur lokið keppni

Kara Gautadóttir keppti í gær á HM unglinga í kraftlyftingum sem fer fram í Regina, Kanada. Kara keppti í -57kg flokki unglinga. Í hnébeygjunni tókst henni því miður ekki að fá gilda lyftu en hún lét það ekki á sig fá og lyfti 80kg í bekkpressu og svo 142,5kg í réttstöðulyftu. Hún var grátlega nálægt bronsverðlaunum í réttstöðulyftunni en aðeins 2,5kg munaði á 4. og 3. sæti.

Kara að lyfta
Kara Gautadóttir. Mynd frá EPF