Þing kraftlyftingasambands Íslands 2019

Þing Kraftlyftingasambands Íslands var haldið 23. febrúar síðastliðinn í húsakynnum ÍSÍ á Engjavegi.

Á þinginu voru samþykkt ný lög, kosinn nýr formaður og ný stjórn.

Kosin inn í stjórn til 2. ára voru Auðunn Jónsson, Inga María Henningsdóttir og Þórunn Lilja Vilbergsdóttir.

Kosin sem formaður til 1. árs var Gry Ek Gunnarsson.

Úr stjórn fóru Hulda Elsa Björgvinsdóttir fyrrverandi formaður og Erla Kristín Árnadóttir sem voru báðar í stjórn sambandsins í 2 ár. Þakkar Kraft þeim fyrir störfin í þágu sambandsins.
Þinggerð og reikningar eru aðgengileg undir fundargerðir

Mynd af þinggestum.

Bikarmótahelgi lokið

Síðastliðna helgi fóru fram tvö bikarmót í kraftlyftingum. Á laugardeginum voru kraftlyftingar og á sunnudeginum klassískar kraftlyftingar. Mótshaldari var Kraftlyftingafélag Akureyrar og voru bæði mótin haldin í húsakynnum félagsins.

Kraftlyftingar

Í kraftlyftingum fór með sigur af hólmi Viktor Samúelsson í karlaflokki og Sóley Margrét Jónsdóttir í kvennaflokki.

Sóley lyfti 245kg í hnébeygju, 145kg í bekkpressu og svo 210kg í réttstöðulyftu sem eru 600kg í samanlögðu og er hún fyrsta íslenska konan til að brjóta 600kg múrinn. Þetta gaf henni 628,9 IPF stig

Viktor tók 372,5kg í hnébeygju, 290kg í bekkpressu og svo 330kg í réttstöðulyftu sem eru 992,5kg í samanlögðu. Þetta gaf honum 673,4 IPF stig

Stigahæsta liðið í kraftlyftingum var lið Akureyrar í karla- og kvennaflokki.

Klassískar kraftlyftingar

Í klassískum kraftlyftingum fór með sigur af hólmi Ingvi Örn Friðriksson í karlaflokki og Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir í kvennaflokki.

Ragnheiður lyfti 133kg í hnébeygju, 83,5kg í bekkpressu og svo 152,5kg í réttstöðulyftu sem eru 369kg í samanlögðu. Þetta gaf henni 674,8 IPF stig

Ingvi lyfti 280,5kg í hnébeygju, 165kg í bekkpressu og svo 297,5kg í réttstöðulyftu sem eru 743kg í samanlögðu. Þetta gaf honum 670,5 IPF stig

Stigahæstu liðin í klassískum kraftlyftingum voru lið Massa í kvennaflokki og lið Akureyrar í karlaflokki.

Full úrslit

Úrslit í kraftlyftingum

Úrslit í klassískum kraftlyftingum

Mótaskrá – breytt dagsetning

Mótanefnd hefur samþykkt beiðni Massa um að færa bikarmótin í bekkpressu með og án búnaðar inn á sama dag. Þau fara bæði fram sunnudaginn 17.mars nk.
Keppt verður í klassískri bekkpressu fyrir hádegi og í búnaði eftir hádegi.

Bikarmót – nýtt tímaplan

Stjórn KRAFT hefur samþykkt breytingu á áður auglýstu tímaplani fyrir bikarmótið í klassískum kraftlyftingum sunnudaginn 17.febrúar nk.

Vigtun 08:30 – Start 10:30
Holl 1 – allar konur
Holl 2 – karlar 66 -93

Vigtun 13:00 – Start 15:00
Holl 3 – karlar 105- 120+

KRAFTLYFTINGAÞING 2019

Níunda ársþing Kraftlyftingasambands Íslands verður haldið í Reykjavík 23.febrúar nk. og hefst þinghald kl. 14.00

Kjörbréf hafa verið send út til þeirra sem eiga fulltrúa á þinginu. Stjórn mun leggja fram tillögu að nýjum lögum sambandsins og tillögu að nýju merki. 

Kosið verðum um sæti formanns og þrjú stjórnarsæti. Eftir formannssætinu sækjast Grétar Skúli Gunnarsson, KFA og Gry Ek Gunnarsson, Ármann. Þrír bjóða sig fram til stjórnarstarfa, þau Auðunn Jónsson – Breiðablik, Inga María Henningsdóttir – Massi og Þórunn Lilja Vilbergsdóttir, Ármann. 

Bikarmót – tímaplan

Skráningu er lokið á bikarmót Kraftlyftingasambandsins í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum sem fara fram á Akureyri helgina 16. og 17. febrúar nk.
KEPPENDALISTAR

TÍMAPLAN
Laugardag – kraftlyftingar
Allar konur : 08:00 vigtun / 10:00 start
Allir karlar: 13:00 vigtun / 15:00 start

Sunnudag – klassískar kraftlyftingar
Allar konur : 08:15 vigtun / 10:15 start
Holl 1: 52kg – 63 kg
Holl 2: 72kg – 84kg
Allir karlar: 13:00 vigtun / 15:00 start
Holl 1: 66kg – 93kg
Holl 2: 105kg – 120+kg

Það vantar dómarar á mótið.
Skráning fer fram hér

RIG 2019 – úrslit

Keppt var í klassískum kraftlyftingum á RIG um helgina. Keppnin fór fram í Laugardalshöll í umsjón Kraftlyftingadeildar Ármanns.
Keppt var samkvæmt hinu nýja stigakerfi IPF í fyrsta sinn.
Sigurvegarar urðu Joy Nnamani, Bretlandi, í kvennaflokki og Krzysztof Wierzbicki, Póllandi í karlaflokki. Í næstu sætum voru Ragnheiður Kr Sigurðardóttir og Arna Ösp Gunnarsdóttir og Ingvi Örn Friðriksson og Friðbjörn Bragi Hlynsson. Þrjú heimsmet féllu og mörg Íslandsmet.
ÚRSLIT
Myndir af mótinu má finna á myndasíðu Þóru Hrannar Njálsdóttur