Matthildur og Ríkharð bikarmeistarar í klassískri bekkpressu

Fyrsta bikarmót KRAFT í klassískri bekkpressu fór fram á Akranesi á sunnudaginn.
Í kvennaflokki sigraðir Matthildur Óskarsdóttir, KFR, Hún hélt  upp á 19 ára afmælið sitt með því að lyfta 96 kg í -72 kg flokki en það er nýtt Íslandsmet í opnum flokki.
Í karlaflokki sigarði Ríkharð Bjarni Snorrason, Bolungarvík. sem lyfti 200 kg í -120 kg flokki.
Við óskum þeim til hamingju!

HEILDARÚRSLIT 

Þórunn Brynja og Ingvi Örn bikarmeistarar

ptr

Bikarmót KRAFT í klassískum kraftlyftingum lauk fyrir stundu á Akranesi.
Bikarmeistarar 2018 eru í kvennaflokki Þórunn Brynja Jónasdóttir, Ármanni með 334,8 stig og í karlaflokki Ingvi Örn Friðriksson, KFA með 442,8 stig
Mörg íslandsmet féllu á mótinu.
HEILDARÚRSLIT
Mótshaldið var í öruggum höndum Kraftlyftingafélags Akraness og þeim til sóma.
Við óskum nýjum bikarameisturum til hamingju og minnum á að á morgun, sunnudag kl. 10.00 fer Bikarmót KRAFT í klassískri bekkpressu fram á sama stað.

 

Bikarmótin – tímaplan

Bikarmót KRAFT í klassískum kraftlyftingum og klassískri bekkpressu fara fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi 13 og 14 oktober nk.
ATH: Íþróttahúsið við Vesturgötu þar sem mótið er haldið er Hnetufrítt íþróttahús . Það er mjög mikilvægt að allir skoði það sem þau koma með sér í nesti því velferð lítillar stúlku erí hættu ef við komum með eða skiljum eftir okkur hnetur eða vörur sem innihalda hnetur .

Bikarmót í klassískum kraftlyftingum – laugardaginn 13.oktober
KEPPENDUR
Skipt verður í þrjú holl 1) allar konur, 2) karlar 59-93, 3) karlar 105-120+
Vigtun hjá öllum kl. 08.00 – start kl. 10.00
Dómarar
Holl 1: Sólveig H Sigurðardóttir, Rósa Birgisdóttir, Róbert Kjaran Magnússon
Holl 2 og 3: Helgi Hauksson – Ása Ólafsdóttir – Aron Ingi Gautason

Bikarmót í klassískri bekkpressu – sunnudaginn 14.oktober
KEPPENDUR
Skipt verður í tvö holl 1) allar konur 2) allir karlar
Vigtun kl, 08.00 – start kl 10.00
Dómarar
Ása Ólafsdóttir, Rósa Birgisdóttir og Róbert Kjaran Magnússon

María heimsmeistari!

María Guðsteinsdóttir var í dag að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í sínum flokk í kraftlyftingum! María keppti í master 1, -57kg flokki og háði mikla baráttu við Jodi Funk.

María vann sinn flokk með minnsta mögulega mun, 2.5kg eftir að dedda 160. (142.5-77.5-160=380).

Eftir bekkinn var Funk með 5kg forskot (140-85) en virtist á pappírnum vera með miklu lakara dedd, opnaði á 130 á móti 150 Maríu. En ekki er allt sem sýnist. Funk tók 130-142.5 og meldaði 150 í 3. tilraun. María tók 150-157.5 og meldaði 170 í þriðju.

En þá gerðist ýmislegt. Funk áttaði sig á því að ef hún tæki 152.5 og María klikkaði á 170 mundi hún vinna á léttari líkamsþyngd! Allt í einu breyttist hennar melding í 152.5 og hún tók það! Þarna fraus svo stigastaflan!

Auðvitað hefur María oft tekið 170 en hún er léttari en áður og kannski var það tæpt? Loksins lifnaði aftur yfir stigatöflunni og María hafði breytt lokadeddinu í 160 sem gæfi öruggan sigur.

Því miður fraus útsendingin akkúrat á meðan en María tók 160 örugglega og vann!

Heimsmeistari í öldungaflokki kvenna -57kg!!!

Og að auki stigahæst í sínum aldursflokki 40-49 ára

Við skulum gefa Maríu orðið,

”þetta var nokkuð erfitt mót í beygju og bekk. Lenti í vandræðum með sloppinn því ermarnar voru enn of þröngar og ég var hálf tilfinningalaus í öðrum handleggnum. Þannig að ég varð að fara úr honum eftir tvær lyftur en á greinilega meira þar inni. Deddið spiluðum við bara öruggt. Reyndar átti lokaþyngdin að vera byrjunarvigt en að hafa þetta bara öruggt þegar titill er í húfi.”

Til hamingju María Guðsteinsdóttir.

Muggur Ólafsson hefur lokið keppni

Muggur Ólafsson keppti í dag fyrir hönd Íslands á Arnold Classic mótinu sem fór fram í Barcelona á Spáni. Muggur keppti í klassískum kraftlyftingum. Mótið er svokallað Wilks mót og var því farið eftir Wilks-stigum óháð þyngdarflokkum.

Muggur vigtaðist 72,66kg og lyfti hann 185kg í hnébeygjunni, 127,5kg í bekkpressuni og svo 220kg í réttstöðulyftu. Þetta skilaði honum 8. sæti af 12 keppendum. Engar bætingar að sinni en þetta er hans fyrsta mót á erlendri grundu og því ólíkar aðstæður en hann hefur keppt við hingað til.

Muggur ásamt Mohamed Alim samkeppanda hans frá Egyptalandi.

Landsliðslágmörk unglinga

Stjórn KRAFT samþykkti á fundi sínum í gær ný landsliðslágmörk í unglingaflokkum.
Þau eru töluvert frábrugðin núgildandi tölum  og taka gildi 1.janúar nk, s.s. við val í landslið 2019. Önnur skilyrði við valið, s.s. fjöldi móta, eru óbreytt.

Reiknað er meðaltal af 15 efstu keppendum á heimsmeistaramótum undanfarinna þriggja ára í hverjum flokki fyrir sig og er sú tala lögð til grunn.
90% af grunntölu gefur þátttökurétt á HM, 85% á EM og 80% á svokölluð C-mót.
Grunntalan verður uppreiknuð aftur eftir tvö ár.
Finna má lágmörkin hér: http://kraft.is/afreksmal/