Skip to content

Óbreytt sóttvarnarákvæði – #verumsterk áfram

  • by

Á vef heilbrigðisráðuneytis var rétt í þessu birt frétt þar sem fram kemur að heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til 9. desember næstkomandi. Áfram gildir að íþróttir fullorðinna, þar með talið æfingar og keppni, hvort sem er innandyra eða utandyra, með snertingar eða án, eru óheimilar.
Æfingar barna á leik- og grunnskólaaldri f. 2005 og síðar eru heimilar jafnt úti sem inni, það á einnig um sundæfingar. Nánar.

Við þurfum því miður enn um stund að bíða eftir að komast í æfingarastöðuna og leita annara leiða til að æfa og hreyfa okkur. Hvetjum alla til að gera það og gæta vel að persónulegum smitvörnum í daglegu lífi nú á aðventunni.