Skip to content

Nýr alþjóðadómari

  • by

Nýr alþjóðadómari hefur bæst í hópinn hjá Kraftlyftingasambandi Íslands. Klaus Jensen aflaði sér réttinda sem IPF dómari cat II á Evrópumótinu í Tékklandi.

Við óskum Klaus til hamingju með áfangann og nýja bindið sem fylgir í kaupbæti og mun fara honum vel 🙂

Hörður Magnússon endurnýjaði sin dómararéttindi og dæmdi á mótinu, en þriðji alþjóðadómari Kraft er Helgi Hauksson.
Það er markmið sambandsins að efla þekkingu dómara og tryggja topp dómgæslu á öllum mótum. Liður í því er að mennta dómara innan sambandsins líka, og eru sex nýjir dómarakandídatar skráðir í dómarapróf í lok maí.

Leave a Reply