Skip to content

Nýr alþjóðadómari útskrifast.

Nýr alþjóðadómari hefur bæst við í hópinn hjá Kraftlyftingasambandi Íslands. Þórunn Brynja Jónasdóttir þreytti IPF Cat. II prófið á Norðurlandamóti unglinga sem fram fór í september síðastliðnum. Þórunn hefur látið til sín taka víðar en úr dómarasætinu en hún er varaformaður KRAFT og er einnig virkur keppandi í kraftlyftingum. Við óskum henni til hamingju með nýju réttindin.