Skip to content

Ný stjórn tekur til starfa

  • by

Á kraftlyftingaþingi sl laugardag for fram formanns- og stjórnarkjör. Formenn fastanefnda voru kosnir til tveggja ára.
Gry Ek Gunnarsson var endurkjörin formaður til eins árs.
Aron Ingi Gautason, Laufey Agnarsdóttir og Muggur Ólafsson taka nú sæti í stjórn með umboð til næstu tveggja ára.
Sólveig H Sigurðardóttir var kjörin formaður dómaranefndar, Einar Örn Guðnason mótanefndar, Róbert Kjaran landsliðsnefndar, Sigurjón Pétursson laganefndar og Gry Ek heiðursmerkjanefndar.
Úr stjórn gengu Aron Friðrik Georgsson, Alex Orrason og Guðbrandur Sigurðsson.