Skip to content

Ný landsliðslágmörk

  • by

Kraftlyftingaþing 2018 kaus nefnd sem fékk það hlutverk að gera tillögu að nýjum lágmörkum til landsliðsþátttöku. Nefndin skilaði tillögum sínum á tilsettum tíma og voru þær ræddar ítarlega á formannafundi í vor.
Stjórn hefur samþykkt ný lágmörk byggð á tillögum nefndarinnar og taka þau gildi 1.janúar nk, s.s. við val í landslið 2019. Önnur skilyrði við valið, s.s. fjöldi móta, eru óbreytt.
Reiknað er meðaltal af 15 efstu keppendum á heimslista 2017 í hverjum flokki fyrir sig og er sú tala lögð til grunn. 100% af grunntölu setur keppandi í afreksmannahóp. 90% gefur þátttökurétt á HM, 85% á EM og 80% á svokölluð C-mót.
Grunntalan verður uppreiknuð aftur eftir tvö ár.
Stjórnin ætlar að taka sér tíma til 1.september að fara betur yfir tölurnar í aldurstengdum flokkum en þær verða birtar um leið og þær liggja fyrir.

AFREKSMÁL