Skip to content

Ný kraftlyftingadeild

  • by

Stjórn Ungmennafélags Stokkseyrar stofnaði kraftlyftingadeild á fundi sínum 12.ágúst sl og hefur stjórn KRAFT samþykkt inngöngu hennar í Kraftlyftingasamband Íslands. Deildin er skipuð eigin stjórn og hefur eigin fjárhag, en heyrir að öðru leyti undir stjórn Ungmennafélagsins. Formaður deildarinnar er Arnþór Jónsson og er fyrsta verkefni stjórnar að bæta tækakost og æfingaraðstöðu félagsmanna.
Kraftlyftingasamband Íslands óskar Stokkseyringum til hamingju með nýju deildina og velkomna í ört vaxandi hóp þeirra sem leggja stund á kraftlyftingar innan ÍSÍ.

Tags:

Leave a Reply