Skip to content

Norðurlandamót unglinga

  • by

Framundan er Norðurlandamót unglinga 2011. Það fer fram í Nässjö í Svíþjóð laugardaginn 23. apríl nk og mæta 47 ungmenni frá öllum norðurlöndunum til leiks, þar af 12 keppendur í kvennaflokki.
Einn íslenskur keppandi tekur þátt að þessu sinni, Grétar Skúli Gunnarsson, KFA. Grétar á best 762,5 kg sem hann lyfti á Akureyrarmótinu í fyrra. Hann keppir í +120,0 kg flokki unglinga og mætir þar Alexander Doverlid (780,0 kg) og Niklas Zellin (867,5). Þetta er fyrsta stórmót Grétars og frábært tækifæri fyrir hann til að bæta sig og læra, og berjast um titilinn við jafnaldra sína.
Keppendalisti og upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu NPF

Leave a Reply