Skip to content

Norðurlandamót unglinga – úrslit

  • by

Norðurlandamót unglinga fóru fram í Videbæk í Danmörku um helgina.
Þrír keppendur frá Íslandi mættu til leiks og stóður sig með prýði.
Í klassískum kraftlyftingum kepptu Stjörnustrákarnir Muggur Ólafsson og Guðmundur Þorvaldsson og í klassískri bekkpressu keppti Alexandrea Rán Guðnýjardóttir frá Kraftlyftingafélagi Mosfellsbæjar.
Muggur keppti í -74 kg flokki junior og lenti þar í 4.sæti með tölurnar 190-125-210-552 kg. Guðmundur keppti í -93 kg flokki junior og hafnaði sömuleiðis í 4.sæti með 192,5-130-252,5-575.
Alexandrea vann silfur í -57 kg flokki junior. Hún jafnaði íslandsmet sitt 77,5 kg í fyrstu tilraun og átti svo tvær ágætar tilraunir við 82,5 kg en fékk ógilt vegna tæknimistaka.
Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.
HEILDARÚRSLIT

Alexandrea með silfrið